10 apríl 2003

Félagsmiðstöðin er farin að gefa út blað sem kallast Gríslingur. Í nýjasta blaðinu eru birt nokkur gullkorn frá efstubekkingum skólans. Ég ákvað að setja þau hérna inn - svona til að sýna ykkur hvernig ,,unga fólkið er nú til dags". Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig það er að reyna að troða viti í þessa krakka stundum...

- Var Bubbi Morthens í dópi?
- Er hægt að panta upp úr þessum bæklingi? (viðkomandi var að skoða forvarnarbækling með myndum af eiturlyfjum...)
- Er Evrópa stærri en heimurinn?
- Er Portúgal stjarnan þarna?
- Er páfinn íslenskur?
- Þegiðu þarna glyrnan þín.. (glyðran þín...)
- Eru bómullarbolir búnir til úr skapahárum? (Fyrirgefðu... en eru skapahár eitthvað lík bómul????)
- Eini munurinn á strákum og stelpum er að stelpur hafa brjóst en strákar typpi. Þessi var spurð hvort að hún væri ekki með píku....
- Reynum að muna eitthvað annað sem við munum
- Spægipylsur frá SOS
- Spurt um borg með 40.000 íbúa - Svalbarði
- Spurt um lönd með landamæri að Panama - New York, Chicago og Ástralía
- Er Kína í Asíu?
- Hvað er slydda?
- Ég spurði eina hvort hún vissi hvar Norðurpóllinn væri.... Já, hann er rétt hjá Grænlandi, við hliðina á Suðurpólnum! (Dýrleif er greinilega ekki sú eina sem veit ekki hvar Norðurpóllinn er....)
- Viljiði setja kalda hitann á (í rútu..)

Þarf ég að segja eitthvað meira....

Svona fyrst ég er komin yfir á þessar nótur þá verð ég að láta fylgja með sögur af honum Gubba frænda. Hann er alveg hreint einstaklega orðheppinn greyið..

Nú á dögunum var Guðbjartur að tala við vin sinn í síma. Bjartur var staddur í útlöndum og vinurinn hafði hringt í farsíma hans, eftir nokkuð langt spjall sagði Bjartur allt í einu hvern fjandann hef ég gert við símann “Venjulega er ég með hann í vasanum en nú finn ég hann hvergi, ætli ég hafi ekki týnt honum í gærkvöld,” Viðmælandinn var ekki alveg klár á því sem var að gerast og spurði því hvort að hann væri ekki að tala í umræddan síma. “Það var eins gott að þú hringdir, annars hefði ég ekkert fattað hvar síminn var,” svaraði þessi alþjóðlegi athafnamaður alshugar feginn.

Einhvern vetrarmorguninn mætti Guðbjartur mjög snemma í beitningaskúrinn og var enn myrk vetrarnótt. Þegar í skúrinn var komið sá ekki handarinnar skil og varð honum þá að orði: “Rosalega er dimmt, það hlýtur að vera búið að vera slökkt lengi,”

Guðbjartur er frægur beitningamaður og fljótari en gerist og gengur. Þegar best lét fastréð hann sig uppá sextán bala á dag auk þess sem hann var í slægingu með. Þegar hann var spurður um hvernin þetta væri hægt á meðan meðalmaður væri fullkeyptur af því að beita átta bala dag. Ekki stóð á snaggaralegu svarinu: “Það er ekki lengi gert að beita í hálftíma,”

Jæja, þetta er komið gott. Ætla að fara að drífa mig í slátur til ömmu.

Engin ummæli: