Jæja, bara að láta vita að ég sé á lífi - að þessi árshátíðarundirbúningur sé ekki búinn að drepa mig! Ég var á fullu í gær við að skreyta Félagsheimilið og fleira. Var ekki komin heim fyrr en um kvöldmatarleytið. Í dag var svo generalprufan. Hún gekk svona lala. Það má allavegana alveg ganga betur á morgun! Ég þarf að vera mætt út í hús kl 1 í seinasta lagi og verð svo þar meira og minna til miðnættis því ég á að vera í gæslu á ballinu. Á bara eftir að ákveða í hverju ég á að vera.. Þarf að reyna að finna eitthvað sem er nógu fínt og hæfir tilefninu.. Jæja, ég ætla að fara að elda mér eitthvað.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli