07 apríl 2003

Ég horfði á Kastljósið á föstudaginn. Það vill stundum verða skemmtilegt þá. Í þættinum þetta skiptið var gellan sem er með Sellófón, hin ofur málhalta Elva Dögg og Þórhildur Þorleifs - súper gribba. Það var gaman að hlusta á sellófón gelluna. Elva Dögg.... hún kemur varla út úr sér óbjagaðri setningu. Það er alveg hryllilegt að hlusta á manneskjuna. Það er alveg á hreinu að ef hún hefði ekki verið kosin Ungfrú Ísland.is þá væri hún aldrei kynnir í Lottóinu.. Hún getur ekki einu sinni kynnt það sómasamlega! Þær stöllur voru m.a. að ræða Flugleiða auglýsinguna sem ég gerði að umræðuefni í seinustu viku og voru sammála um að fyrirtækið væri að niðurlægja sig með þessum auglýsingum. Þvílíka annað eins bullið. Ég verð að viðurkenna það að svona femínistakjaftæði fer í mínar fínustu. Vissulega vantar fullt upp á að jafnrétti ríki á Íslandi en það sem þessar konur gleyma er að þær hafa þvílík völd í raun og veru. Hver er það sem elur upp yngstu kynslóðina í dag? Í langflestum tilfellum konur. Þó svo að ekki sé hægt að móta börnin eins og leir þá læra þau það sem fyrir þeim er haft... Það getur nefnilegast enginn breytt heiminum án þess að huga að því sem er miðpunktur heims hvers og eins - sjálfum sér. Ef að þessar konur myndu nú beina kröftum sínum að sinni fjölskyldu í staðin fyrir að vera að eilífu tuði sem engu skilar þá held ég að miklu meiri árangur náist. Það gleymist alltof oft að við sköpum okkar eigin heim - og það er okkar að ákveða hvernig við ætlum að lifa í honum.
Þessar gellur fóru náttúrulega líka að ræða klámvæðinguna og fannst hún að sjálfsögðu alveg hryllileg. OK, klámvæðingin sem slík er ekki hryllileg heldur hvernig fólkið í landinu hefur tekið á henni. Opnari umræða um kynferðismál er bara af hinu góða. Það væri bara óskandi að sem flestir foreldrar nýttu hana til að ræða þessi mál við börnin sín. Mér finnst það sorgleg staðreynd í samfélagi sem grasserar í kynsjúkdómum þá þekki börn á unglingastigi grunnskólanna ekki algengasta kynsjúkdóminn - klamedíu. Það sýnir bæði lélega kynfræðslu skólanna og ekki síður heimilanna. Ég held að þetta sé mál sem verði að taka á. Af því sem að ég hef rætt við krakkana sem ég er að kenna þá er nokkuð ljóst að þau vita lítið sem ekki neitt. Það er bara vonandi að bæði heimili og skóli komi til með að taka á þessu máli.

Jæja, ég ætla að fara að sofa. Er alveg steindauð..

Engin ummæli: