21 apríl 2003

Þá eru páskarnir búnir og þar með allt djammið. Við byrjuðum á því að fara á Tvö dónaleg haust á miðvikudaginn og það var fínt. Slefuðum vel yfir söngvaranum - ekki lítið flottur gaurinn!!!!!! Á fimmtudaginn fór ég í fermingarveislu til Rebekku og síðan með pabba, Elsu og Rakel yfir á Flateyri um kvöldið. Lýður læknir var með kosningaskemmtikvöld þar. Það var alveg ljómandi gaman. Á föstudaginn langa fórum við systur yfir á Flateyri í sund og síðan í mat til ömmu. Eftir það tók ég stelpurnar með mér í partý inn í Framsóknarhús á Ísafirði - þar sem var frítt vín... Síðan var farið á ball með Írafár í Hnífsdal. Það var mjög gaman - held ég bara.. Á laugardagskvöldið fór ég að djamma með Sigurborgu frænku. Við fórum á Tvö dónaleg haust. Maður varð nú að tékka aðeins betur á þessum söngvara :p Það var fámennt en góðmennt djamm. Enduðum nokkur heima hjá mér og grilluðum okkur samlokur áður en var farið í háttinn. Í gær var svo vaknað til að horfa á formúluna - sem var ansi leiðinleg miðað við seinustu keppnir. Minn maður náði þó öðru sæti sem verður bara að kallast gott. Ég fór svo í mat til ömmu og fór svo út með stelpunum í gær. Við fórum á Ber í Sjallanum. Þau voru alveg ágæt bara - en ég var bara á bíl og var því ekki að fíla mig sem skyldi innan um allt blindfulla liðið. Rakel fór svo suður í morgun þannig að núna er algjör afslöppun - enda kennsla á morgun. Það er samt gott að byrja svona eftir frí - kennt í 2 daga svo frí, kennt í 1 dag og svo frí. Maður kemur sér þá kannski almennilega í gang. Þarf að fara að kíkja á þessar ritgerðir sem ég var að láta 8. og 9.bekk skila. Svo er það prófundirbúningur.. En jæja, er alveg tóm í haus. Ætla að fara að horfa á vídeó - eða eitthvað álíka uppbyggjandi!

Engin ummæli: