Þá er árshátíðin loksins búin. Ég held að það sé óhætt að segja að hún hafi heppnast vel. Smá óhöpp voru á báðum sýningunum en krakkarnir stóðu sig alveg rosalega vel. Kennaragrínið var flott - ég verð samt að viðurkenna að það var hálf skrýtið að sjá gert grín að sjálfum sér. Þau byrjuðu á power point sýningu, þar sem búið var að taka myndir af krökkunum í kennaragerfum. Síðan voru þau búin að búa til mottó fyrir hvern kennara. Mitt var ,,sjaldan eða aldrei er maður í of fáum fötum". Stelpan sem lék mig var í stuttu pilsi með g-strenginn langt upp úr og í bol sem náði rétt niður fyrir brjóst... Á eftir þessari sýningu vorum við svo leikin upp á sviði, áttum að vera í tíma hjá sálfræðingi. Þar komu líka góð skot hjá þeim á alla kennarana. Á seinni sýningunni vorum við svo kölluð upp á svið og fengum rós. Hálf skrýtið að vera kvödd svona af krökkum sem ég er ekki einu sinni að kenna! En það var samt gaman að þessu.
Formúlan var í Brasilíu í dag. Ekkert smá svakaleg keppni!!! Maður mátti varla blikka augunum án þess að missa af einhverju! Mér fannst þeir hjá RÚV samt full fljótir að hleypa fréttunum að eftir að keppnin hafði verið stöðvuð. Maður var varla búinn að ná hvað hafði verið að gerast. Nú verður maður að horfa á Helgarsportið á eftir. Núna er víst búið að dæma Raikkonen sigurinn því skv reglunum gildir staðan sem var á hringnum áður en að keppnin var stöðvuð. Ég get allavegana ekki kvartað yfir frammistöðu minna manna!
Jæja, ætla að fara að hætta þessu. Það er algjört spennufall núna eftir árshátíðina þannig að maður er þokkalega tómur í haus...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli