Ég var að koma heim af Nóa Albinóa. Myndin er hrein snilld!!! Myndatakan er frábær, leikararnir sýna allir snilldar frammistöðu og þrátt fyrir að þetta sé drama mynd þá er lúmskur húmor í myndinni. Myndin er tekin upp hérna í Bolungarvík, á Ísafirði og Þingeyri. Það var soldið fyndið að sjá hvernig tökum á þessum stöðum er blandað saman. Nói er t.d. úti að borða í Félagsheimilinu hér með pabba sínum en er síðan hent út. Þá er honum hent út af Krúsinni á Ísafirði. Hann labbar fyrir næsta horn og er kominn á Þingeyri. Skiptir náttúrulega engu máli fyrir þá sem þekkja ekki til hérna en þetta truflaði mig svolítið á meðan ég horfði á myndina. Ég mæli allavegana tvímælalaust með þessari mynd. Bara drífa sig á hana og vera með opin hug fyrir henni.
Það var verið að dreifa Skíðavikublaðinu hingað. Ég gat ekki annað en hlegið þegar ég sá auglýsingu frá Bolungarvíkurkaupstað um opnunartíma skíðalyftunnar hérna yfir páskana. Hún á að vera opin alla dagana frá 10 til 19. Ég veit ekki hvort að það hafi alveg farið fram hjá þeim hjá bænum að það er nákvæmlega ENGINN snjór í fjallinu...
Jæja, er að bíða eftir að Rakel komi. Hún er að keyra með pabba og Elsu núna. Þau eru væntanlega einhvers staðar í Djúpinu eins og er. Það er víst alveg hryllilegt núna, ætli það verði ekki heflt á morgun fyrir páskatraffíkina. Ætla að fara að finna mér eitthvað að horfa á til að drepa tímann..
Engin ummæli:
Skrifa ummæli