ÉG ER KOMIN Í PÁSKAFRÍ!!!!
Svakalega ætla ég að hafa það gott! Það er alveg nóg pláss ef einhvern langar að kíkja í heimsókn.... ;) Annars er Hrafnhildur að koma heim á þriðjudaginn. Við höfum ekkert náð að djamma saman á þessu ári þannig að það er aldeilis kominn tími til! Það er bara verst að það var hætt við SSSól ballið, en við finnum okkur eflaust eitthvað skemmtilegt að gera í staðinn. Lára er líka að koma vestur þannig að það verður möst að fara allavegana á eitt djamm á Flateyri. Við erum heldur ekkert búnar að djamma saman lengi þannig að það er kominn tími á gott djamm þar líka!
Það var ansi skemmtileg umræða á kennarastofunni í dag. Um það að fólk hefur aldrei tíma til að heimsækja vini og ættingja fyrr en liðið deyr. Þá komast allir í jarðarförina. Væri ekki vitlegra að gefa sér tímann í að umgangast þá sem manni þykir vænst um og njóta þeirra á meðan maður hefur þá í staðinn fyrir að gráta stundir sem maður gaf sér ekki tíma í þegar liðið er komið yfir móðuna miklu?! Þetta virðist kannski fjarlægt þegar maður er ungur og leikur sér en enginn veit sína ævi fyrr en öll er.
Jæja, ég ætla að fara að drífa mig út í góða veðrið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli