Jæja, fyrsti vinnudagurinn búinn. Það var ekkert smá erfitt að vakna í morgun... En það hafðist og dagurinn gekk bara vel. Enginn órói í liðinu eftir fríið. Ég er búin að panta með Herjólfi fyrir Verslunarmannahelgina. Pantaði fyrir bílinn og káetu á leiðinni heim. Svo hringdi ég í Huldu Karls sem verður yfirmaðurinn minn í sumar - upp á hvernig það verður. Hún er að klára að setja niður vaktaplanið fyrir sumarið þannig að ég get farið að kíkja á hvernig ég verð að vinna. Þá á ég bara eftir að heyra í Kidda og Hildi í Eyjum og athuga hvort þau gætu hjálpað mér að redda gistingu fyrir ömmu á Þjóðhátíð ef að gistingin sem er plönuð fyrir hana klikkar. Hún amma gamla ætlar nefnilegast að koma með mér á Þjóðhátíð!! Reyndar ætlar vinafólk okkar - Dísa og Pétur - sem eiga íbúðina sem ég leigi - að fara líka og Addý og Dengsi líka þannig að amma ætti að hafa nægan félagsskap. En mig langar samt að kynna hana - og mömmu ef hún kemur líka - fyrir fósturfamilíunni í Eyjum. Það er svo bara vonandi að þau kíki vestur í sumar - blikk blikk ;)
Jæja, ætla að fara að drífa mig heim. Þarf að taka til og skipta á rúminu, ætla að sjá hvort ég nenni því núna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli