Ég er ennþá að hlægja að myndinni sem var á Stöð 2 í gær. Þessari Orgazmo mynd. Þvílík og önnur eins steypa. Ég horði meira á myndina eftir að ég kláraði að blogga í gær og verð að viðurkenna að ég grenjaði úr hlátri. Fyrir þá sem ekki sáu myndina þá var hún um gerð klámmyndar þar sem aðalsöguhetjan var Orgazmo, leikinn af einhverjum mormóna frá Utah. Hann var ekki alveg að meika að leika í þessari mynd, gerði það bara fyrir peningana. Hann gat ekki einu sinni leikið í ríðingaratriðunum, þurfti að hafa staðgengil. Mér fannst samt fyndnast að það var ekki hann sem fullnægði öllum gellunum eins og ég hélt þegar myndin var að byrja. Hann var með einhverja græju sem hann notaði til að skjóta á fólkið og þá byrjaði það að fá það á fullu. Ég sá nú ekki alveg pointið með þessu í myndinni. Það er hægt að kaupa sér svipaðar græjur á þó nokkrum stöðum á Íslandi - og maður þarf engann gaur til að hjálpa sér að láta það virka!! Það myndi hins vegar krydda notkun þeirra talsvert ef einhver flottur gaur væri með manni :p
Jæja, ég ætla að taka verkjatöflu og leggjast upp í sófa. Er alveg að mygla, með hausverk og uppfull af kvefi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli