29 apríl 2003

Nú er mínz búin að vera heima lasin í dag. Ég var gjörsamlega búin á því þegar ég kom heim úr vinnunni í gær og ákvað að vera skynsöm og ná þessu almennilega úr mér í staðin fyrir að vera hundslöpp jafnvel í marga daga í viðbót. Hausverkurinn er búinn að minnka í dag og hellan fyrir eyrunum líka. Verð vonandi eld hress og spræk á morgun. Er alveg að mygla á því að hanga svona heima hjá mér. Amma kom samt við í dag, var búin að kaupa kók og fleira góðgæti fyrir mig.

Ég var að skoða síðuna hans Kristins Breka áðan. (Það er linkur inn á hana hérna til hliðar). Dagný var að setja inn nýjar myndir. Ég er nú ekkert að pæla í því dags daglega að ég hef ekki nánasta fólkið mitt hérna - þe. fyrir utan ömmu þeas. Enda hefði ég aldrei enst hérna í vetur ef ég væri alltaf að pæla í því. En þegar ég skoðaði myndirnar af mömmu, Dagnýju og Hauki með púkann í göngutúr þá greip mig einhver saknaðartilfinning. Hefði sko alveg viljað vera í þessum göngutúr með þeim. En sumarið er víst tími heimsókna þannig að vonandi á ég eftir að sjá eitthvað af fjölskyldu og vinum í sumar. Ég var að fatta það að núna verð ég upptekin nánast allar helgar fram að Þjóðhátíð. Á næstu helgi eru kosningar - og það verður sko stór stund hjá mér að fá loksins að kjósa á kjördag!! Helgin eftir það er seinasta helgi fyrir prófaviku þannig að líklegast verð ég að vinna. Helgin eftir það er í miðjum prófum.. þannig again vinna. Helgina eftir það eru skólaslit - and again vinna.. Kannski næ ég smá djammi ef af fermingarafmælinu mínu verður. Annars verð ég að vinna á skýlinu líka. Eftir þá helgi byrja ég alveg á skýlinu og þá verður lítið líf. En í lok ágúst kem ég suður og verð þá vonandi búin að fá íbúð og vinnu með skólanum. Það lítur reyndar ágætlega út með vinnu en ekki eins vel með íbúð. Ef þið vitið um eitthvað endilega látið mig vita!!!!!!

Engin ummæli: