24 apríl 2003

GLEÐILEGT SUMAR :)

Jæja, þá er sumarið loksins komið samkvæmt dagatalinu. Ég ætla að huga að því í næstu viku að skipta um dekk á bílnum. Þorði því ekki núna fyrst að það er spáð einhverju hreti yfir helgina. Ég er ennþá löt eftir páskafríið. Byrjaði samt að prjóna peysuna mína í gær. Það gengur bara fjandi vel þó svo ég segi sjálf frá. Er svo bara búin að vera að dúllast í dag. Amma kom í heimsókn til að kenna mér að strauja skyrtur almennilega. Það gekk bara vel held ég. Ég ætla svo bara að vera róleg yfir helgina og reyna að koma mér í að fara yfir þessar kjörbókarritgerðir. Fór á bókasafnið í gær og náði mér í nokkrar bækur svo ég gæti byrjað á þessu. Jæja, ég er alveg tóm í haus. Er að spá í að fara heim og prjóna. Er orðin alveg rosalega húsleg eitthvað :p

Engin ummæli: