Ég var að fá tölvupóst áðan þar sem verið var að safna undirskriftum gegn auglýsingaherferð Flugleiða þar sem meðal slagorða er "Fancy a dirty weekend in Iceland?". Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki hvernig fólk nennir að pirra sig á svona hlutum. Vissulega hefur íslenskt kvenfólk á sér það orðspor að það sé sérstaklega easy - en af hverju er það? Og breytist orðsporið eitthvað með einhverri undirskriftasöfnun gegn Flugleiðum?? Það er eitt víst í auglýsingum og það er að kynlíf selur. Flugleiðir eru þarna að nýta sér þá stereótýpu sem margir hafa af Íslendingum - og af hverju ættu þeir ekki að mega það? Ef íslenskt kvenfólk móðgast eitthvað ætti það að líta aðeins í eigin barm. Ég er t.d. ekki easy - langt frá því - og ef einhverjir útlendingar reyna við mig á djamminu í von um auðfenginn drátt þá fá þeir skýr skilaboð: Gleymdu því vinur... Ef íslenskt kvenfólk vill breyta þessu orðspori sem fer af þeim ætti það að hugsa aðeins áður en það höstlar.. Ef það er ekki tilbúið til þess þá er nú lítið hægt að gera í málinu. Ég efast t.d. um að Bandaríkjamenn myndu kæra auglýsingastofu sem sýndi þá sem tóma í haus - samt er sú stereótýpa sem við höfum af týpíska Kananum sú að þeir séu gjörsamlega tómir í haus. Mín skilaboð til þeirra sem hófu þessa undirskriftasöfnun eru að maður getur ekki breytt öðrum. Maður getur hins vegar breytt sjálfum sér.. Pick your battles better than that! Það eru miklu fleiri hlutir mikilvægari...
Ég skil ekkert í því hvernig mér datt í hug að bjóða mig fram til að hjálpa Soffíu í þessari skreytinganefnd... Við vorum að hengja upp myndir í félagsheimilinu áðan og ætlum að fara í það á morgun að búa til eitthvað skraut.. Síðan þarf að klára að skreyta salinn á morgun. Seinasti dagur æfinga er líka á morgun - það þarf kraftaverk til að þetta smelli allt saman fyrir generalprufuna á föstudaginn.. En það er þetta íslenska viðhorf sem er í gangi - þetta reddast allt einhvern vegin! Þegar við vorum út í húsi áðan fundum við hluta af handritinu fyrir kennaragrínið :p Það lá bara á borðinu í miðjum salnum - það var ekki eins og við værum að leita að því... Það á að gera grín að öllum kennurunum og ég er búin að komast að því að ég verð tekin eitthvað fyrir. Það var samt ekki sá hluti sem við fundum - það var kennarafundur þá og svo var verið að gera grín að Dadda smíðakennara. Miðað við þennan hluta verður fróðlegt að sjá hvernig þetta kemur út.. Það er bara vonandi að þau verði góð við okkur!
Jæja, ég er orðin alveg tóm í haus. Þetta árshátíðarstúss tekur frá manni alla orku. Er að spá í að hafa það öfga gott í kvöld og fara á Thai Koon og fá mér eitthvað gott að borða. Kaupa svo eitthvað nammi og hafa það huggulegt fyrir framan sjónvarpið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli