Jæja, þá er mín að komast almennilega á lappir aftur. Fór í vinnuna í gær og vann svo fyrir Dísu á Skýlinu í gærkvöldi svo að hún kæmist í leikhús. Leikfélag Hólmavíkur var að sýna Sex í sveit í félagsheimilinu. Ég var búin að sjá þetta svo að sjálfsögðu vann ég fyrir Dísu. Það var bara fínt að koma svona aðeins inn á Skýlið aftur. Það er alltaf gaman að spjalla við þær gömlu þar. Ég er svo búin að vera algjörlega tóm í haus í dag. Gerði samt kennaraeintakið af prófinu sem ég verð með á morgun og skipulagði seinustu kennsluvikurnar í huganum. Það verður ágætt þegar skólinn verður búinn. Maður á samt eftir að sakna þess að vera þarna. Mér finnst ég eiga smá í öllum krökkunum sem ég hef verið að kenna. Það verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni! Þegar ég var búin með prófið setti ég Eyjadiskinn í botn og fór að þrífa. Mér fannst ég vera öfga dugleg! Nennti samt ekki að þurrka af - geri það bara á morgun eða eitthvað. Það hlýtur að vera í lagi að rykið hlífi húsgögnunum aðeins lengur :p
Ég var að hugsa hvað það verður skrýtið að fara suður aftur í haust. Samt er ég farin að hlakka til þess. Það er bara verst að maður geti ekki blandað saman Bolungarvík og Reykjavík í hið fullkomna bæjarfélag! Ef ég gæti haft fjöllin mín og umhverfið en ekki kjaftaganginn í fólkinu og náttúrulega haft vini mína og fjölskylduna hjá mér. Only in a perfect world... Ég þarf að fara að búa hann til, er ekkert sátt við þetta núna. Amma dekraði samt við mig í gær. Mig langaði svoooo mikið í rusl mat svo amma eldaði fyrir mig geðveikt góðann hamborgara. Á morgun fæ ég svo svið og rófustöppu.. namm.. Hlakkar ekkert smá til - langt síðan ég hef fengið svið að borða.
Eitt sem ég var að spá... sem sýnir kannski hvað ég á lítið líf núna :p Af hverju er alltaf sagt að það sé einhver að tala illa um mann þegar maður hikstar?? Á sá sem er að tala illa um mann að senda manni einhverja vonda strauma sem verða til þess að allt systemið í manni fer að hiksta?? Kannski fáránleg pæling... en kannski ekki.. Varla fáránlegra en þessi hugmynd að tengja baktal við hiksta... Ég var síðan að horfa á hanboltaleik með öðru auganu á þriðjudagskvöldið. Þá fór ég að spá af hverju ætli maður hoppi alltaf þegar maður er ofsalega glaður eða er að fagna einhverju?? Er eitthvað rosalegt boðefnaflæði í gangi í líkamanum sem er bara hægt að fá útrás fyrir með því að hoppa? Þetta hefði verið gott efni í BA ritgerð í sálfræðinni ef ég hefði haldið áfram í henni :p Látið mig samt vita ef þið vitið um einhvern sem hefur rannsakað þetta!
Jæja, það er kominn matartími hjá henni ömmu minni og ég er ekki mætt á svæðið. Ætla að drífa mig niðureftir og athuga hvað ég fæ gott að borða í kvöld.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli