Aldrei er maður sáttur við sitt. Ég er búin að vera að reyna að njóta þess að vera í fríi í dag. Þarf ekkert að vinna eða gera. Og þá hundleiðist manni!! Verð að vinna alla næstu helgi og helgina þar á eftir og eflaust þar á eftir.. Á svona dögum saknar maður þess að eiga ekki kærasta :( Það verða samt varla margir svona dagar í sumar. Eða ég vona ekki. Ella fer að fara í Reykjarfjörðinn og Hrafnhildur verður fyrir sunnan í sumar.. Gunna Soffa verður reyndar hérna og aldrei að vita nema við djömmum eitthvað þegar við eigum frí í vinnunni.
Anyways, Ella eldaði tacopizzu fyrir okkur í gær. Hún var alveg þvílíkt góð!!!! Þarf að muna eftir að setja uppskriftina hérna inn. Við lágum afvelta fyrir framan Eurovision eftir matinn og sötruðum bjór. Hlógum mikið af sumum atriðunum sem voru alveg hreint yfirmáta hallærisleg. Mér fannst Gísli Marteinn vera full íhaldssamur þegar hann var að lýsa sumum búningunum. Það var ekkert þarna sem var ekki við hæfi barna eins og hann vildi meina. Eða ekki fannst mér það. Hann var samt nokkuð góður. Lifði sig alveg inn í þularhlutverkið.Birgitta og íslenski hópurinn stóðu sig virkilega vel. Voru landi og þjóð til sóma að mínu mati. Lagið sem vann fannst mér ekkert sérstakt, ég var heldur ekki alveg að fatta þessar bleiku slæður eða hvað sem þetta var. Öll umgjörðin um keppnina var hins vegar mjög flott. Sviðið var frábært og tölvugrafíkin í kringum stigagjöfina flott.
Jæja, ætla að fara að finna mér eitthvað að borða. Er að spá í að fá mér ekta brasaðan þynnkumat. Er samt ekketr þunn - þetta tilheyrir bara :p
Engin ummæli:
Skrifa ummæli