Jæja, þá eru rólegheitin byrjuð. Ég var með fyrsta prófið í morgun - íslensku í 9. bekk. Ágætt að sitja yfir prófi hjá þeim. Þau spurja nánast aldrei að neinu, það liggur við að maður geti dottað yfir þeim - sem er fínt þegar maður er þreyttur :p Ég er búin að fara yfir prófið og slá einkunnirnar inn í kerfið og er meira að segja búin að prjóna peysuna mína!! Á bara eftir að sauma saman undir höndunum og fela enda. Dóra Lína ætlar að kenna mér það á eftir. Hún ætlar svo að þvo hana fyrir mig þannig að það er ekki öll von úti með að ég verði komin í peysuna þegar að amma kemur heim. Dagný og Haukur komu vestur í gær og verða hérna yfir helgina. Maður þarf að reyna að hitta þau eitthvað. Ég er að spá í að athuga hvort ég geti ekki fengið Kristinn Breka lánaðann aðeins. Kolla verður svo hérna á næstu helgi með eitthvað af sínu liði þannig að það verður nóg að gera næstu helgar.
Jæja, ætla að fara að finna hana Dóru og klára þessa peysu. Við þurfum svo reyndar að fara yfir íslenskuprófið sem var í 7. bekk í morgun. Ætla svo að drífa mig út í góða veðrið, fara í gönutúr með gönguhópnum og fara svo jafnvel í sund.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli