18 maí 2003

Jæja, þá er nú orðið langt síðan ég bloggaði seinast. Ég náði að klára fimm próf fyrir helgina og ætla að klára restina á morgun og hinn. Ég fór suður á föstudaginn. Kíkti aðeins með mömmu á Players á föstudagskvöldið. Var að keyra hana. Það var alveg ágætt. Hitti Axel og Sigurborgu. Á laugardeginum fór ég svo í búðir!! Keypti mér samt ekkert mikið. Ég keypti mér boli í Zöru og nærföt í Debenhams. Ætlaði að kaupa mér buxur í Zöru líka en lenti í algjörum vandræðum með að finna eitthvað sem passaði. Endaði í Gallabuxnabúðinni í dag og fékk þar fínar buxur. Rakel var alveg að eyðileggja sjálfstraustið mitt þegar umræðan kom að þeim fötum sem ég passa ekki í lengur. Hún sagði að ég væri ekkert feit - ég notaði bara stórt númer! That didn´t excactly make my day... Í gærkvöldi fór ég svo í laaangt bað heima hjá mömmu. Var svo alveg húðlöt á eftir og nennti engu. Lá bara upp í sófa með mömmu og horfði á sjónvarpið. Það var alveg frábært. Vaknaði svo í hádeginu til að horfa á formúluna. Raikkonen stóð fyrir sínu eins og svo oft áður. Coulthard greyið kláraði allavegana.

Þá á maður bara eftir að kenna í þrjá daga. Þá er prófavikan eftir og síðan á maður ekkert eftir að hafa af þessum gríslingum að segja. Á vissan hátt verður maður fegin en samt á maður eftir að sakna þeirra. Mér finnst ég eiga pínu í þeim öllum. Það verður allavegana gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni! Sjá hvort að maður hafi haft einhver áhrif á þau.

Mér fannst það öfga fyndið þegar ég sá það á bb.is að gaurinn sem hefur verið í fangelsi í Saudi Arabíu (minnir mig) fyrir ólöglegan vopnaburð sé Ísfirðingur. Eitthvað svo týpískt fyrir Ísfirðing að lenda í einhverju svona :p

Það var í fréttunum á helginni að Kvenréttindafélag Íslands sé mjög ósátt með útkomu kvenna úr kosningunum. Það skipti öllu máli að hafa fleiri konur á listum flokkanna t.d. með notkun fléttulista. Fyrir þá sem ekki vita hvað það er þá er það þegar konu og karli er raðað til skiptis í sæti á listanum. Ég verð að viðurkenna að ég var ekki alveg sammála þeim. Vissulega komu konur illa út - en það var heldur ekki mikið framboð af hæfum konum yfir höfuð! Ég er algjörlega á móti þeim áróðri sem Samfylkingin t.d. rak um það að maður ætti að kjósa konu - og aðalástæðan fyrir því að þú ættir að kjósa hana var að hún væri kona. Þær ættu frekar að beina áróðri sínum að konum - að fá hæfar konur til að fara út í pólitík! Ég tala nú ekki um ungar, hæfar konur. Það er sá hópur sem við þurfum virkilega að fá inn á þing. Annars var ég ánægð með útkomu ungliða á kosningunum - í öllum flokkum. Það var alveg kominn tími á að lækka meðalaldurinn á þinginu. Það verður gaman að sjá hvernig þau eiga eftir að standa sig.

Alveg er ég ekki að ná gaurnum sem rændi bankann í vikunni. Hafði ekki einu sinni fyrir því að setja á sig grímu! Stupid people!! Svo var hann með yfir hausnum á sér í fréttunum þegar búið var að sýna myndir af honum í öllum fjölmiðlum. Fram að þessu ári hafði löggan aldrei upplýst bankarán á Íslandi þannig að maður beið bara eftir því að einhver klár pældi allt dæmið út og drifi í því að ræna eins og einn banka. Ég verð samt að viðurkenna að ég bjóst ekki við annarri eins heimsku og þarna. Greyið strákurinn hlýtur að hafa verið á einhverju.

Það er eitt sem ég bara verð að deila með ykkur. Ég fór í Debenhams í gær til að kaupa mér brjóstahaldara. Þar fær maður ráðgjöf um hvaða stærð maður þarf og fær líka almennilega haldara á viðráðanlegu verði. Ég labba þarna inn og bið um aðstoð. Konan spyr mig hvaða númer ég noti og ég segi 34B. Hún horfir þá bara á mig og segir nei það gerir þú ekki. Hún byrjaði á að koma með C- haldara INN Í mátunarklefann. Ég stóð þarna eins og hálfviti á brjóstunum og var að fara að máta einhvern haldara þegar konan kom bara inn og fór að klæða mig í! Pínu vandræðalegt. En allavegana, C-haldarinn passaði ekki og ég labbaði út með D-skálar!! Ég!! Sem hefur alltaf fundist ég vera með svo lítil brjóst!!! En ég get víst ekkert þrætt við kelluna - brjóstahaldarinn er alveg rosa flottur og smell passar!

Jæja, ætla að fara að prjóna aðeins áður en ég fer í háttinn. Ætla bara að minna alla á að skrifa í gestabókina!!!

Engin ummæli: