Ég er búin að vera ekkert smá dugleg í dag! Er búin að búa til upprifjunarverkefni í dönsku fyrir bæði 7. og 8. bekk, ganga frá upprifjunarverkefnum í ensku fyrir alla bekkina og íslensku líka. Einn strákurinn í 7. bekk gaf mér skrifaðan geisladisk þegar hann var að fara heim úr skólanum. Hann fór með mér að sækja pizzurnar inneftir í seinustu viku þegar þau komu heim til mín og mislíkaði eitthvað tónlistin sem var í bílnum. Ég var með SS-pulsudiskinn í - er komin í nettan þjóðhátíðarfíling þó svo það sé bara maí :p Þetta er nú samt ágætis diskur hjá honum. Ég setti hann í tölvuna, náði mér í headphones inní tölvustofu og er svo bara búin að vera að vinna á fullu. Er að vona að ég geti verið búin að semja öll prófin fyrir helgi. Það ætti nú að takast ef ég verð í svona vinnustuði. Ég þarf samt eiginlega að semja 4 próf á morgun - hmm, æi það hlýtur að reddast. Næstum öll enskuprófin - það er nú minnsta málið!
Jæja, ætla að fara að drífa mig út í góða veðrið. Þarf að fara til ömmu og ná í peysuna sem ég er að prjóna. Ég þurfti að rekja fullt upp í gær :( Ekki gaman. Amma fer svo suður í fyrramálið. Hún, Bogga og Illa (systur hennar) ætla að keyra saman suður í ömmubíl. Það verður eflaust nettur taugatitringur hjá familíunni að vita af þeim kellingunum á þjóðveginum - en þær hljóta að bjarga sér. Amma og Illa keyrðu þetta í fyrra og þeim gekk bara vel - voru bara rétt 6 tíma! Amma er svo að fara til Köben ásamt öllum systkinum sínum að heimsækja Heiðu systur þeirra sem býr þar. Ég verð því bara ein í kotinu á meðan og lifi væntanlega á samlokum, örbylgjumat og fleiru hollu og uppbyggilegu :p En jæja, 8. bekkur á að mæta heim til mín kl hálf 8 og ég á eftir að fara til ömmu. Verð að drífa mig..
Engin ummæli:
Skrifa ummæli