Smá fréttir fyrir Kollu: Hafrún hans Sólbergs eignaðist strák rétt fyrir hádegi í dag. Hann var 20 merkur og 56 sentimetrar. Jóa (hennar Sínu) eignaðist stelpu á mánudaginn. Hún fæddist 8 vikum fyrir tíman og var 8 merkur og 46 cm. Heiða (hennar Soffíu Gumma Haffsa) eignaðist strák í morgun. Veit ekki hvað hann var stór.
Jæja, þá er maður hættur að kenna þessum gríslingum. Bara prófin eftir. Ég var að enda við að klára allt sem ég þurfti að gera fyrir prófin. Gera allar hlustanir og kennaraeintök. Núna eru allar spólur klárar og allt tilbúið þannig að næsta vika fer bara í að fara yfir próf og ganga frá dótinu mínu. Ég verð að prjóna á fullu í kvöld. Þurfti að rekja fullt upp í gær - þegar ég var nánast búin með peysuna því hún passaði ekki alveg yfir axlirnar. Ég er samt komin langleiðina með að prjóna þetta, ætla að sjá hvað ég kemst langt í kvöld. Ég ætlaði nefnilegast að vera búin með peysuna þegar að amma kæmi heim - en hún kemur heim á föstudaginn þannig að ég veit ekki alveg hvort það náist. Ég reyni allavegana!
Það er frétt inn á bb að það sé búið að kæra manninn sem lenti í slysinu á Kirkjubólshlíðinni í haust fyrir manndráp af gáleysi. Hann ók bílnum, en með honum var konan hans og tvær stjúpdætur sem allar létust í slysinu. Í fyrra var strákur í Súðavík líka kærður fyrir manndráp af gáleysi en hann fór út af og einn vinur hans, sem lá sofandi í aftursætinu, dó. Ég veit ekki alveg hvað löggan á Ísafirði er að spá. Er það ekki nóg refsing fyrir fólkið að hafa misst sína nánustu í slysinu?? Og að þurfa að lifa með því það sem eftir er? Þarf að kæra það líka?!??! Ég er ekki alveg að ná svona vinnubrögðum....
Jæja, þarf að drífa mig heim. Á að vera mætt í gönguhópinn kl. 6. Var að spá í að hlífa hnénu og fara bara á morgun en það er bara svo gott veður að ég ætla barasta að drífa mig. Þarf að fá frískt loft eftir að vera búin að sitja inni í allan dag!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli