Núna er ég alveg búin á því. Búin að tala við meirihlutan af foreldrunum í umsjónarbekknum mínum í dag og í gær. Það tekur gjörsamlega úr manni allan kraft þegar svona vesenismál - ef hægt er að orða það þannig - koma upp. Ætla samt að reyna að semja meirihlutan af prófunum fyrir helgina. Ég pantaði mér far suður áðan, ætla að fara suður á föstudaginn og vestur á sunnudaginn. Verð bara aðeins að koma mér héðan í burtu. Langar að eiga smá stund þar sem enginn er að fylgjast með því sem ég er að gera eða að blaðra um það. Er ekki alveg að sjá fram á það í augnablikinu að ég meiki að vera hérna í sumar, en það hlýtur að reddast. Maður er allavegana ekki að taka vinnuna á Skýlinu með sér heim og ekki verið að hringja í mann á ótrúlegustu tímum sólarhringsins út af vinnunni. Maður verður bara að vera duglegur að þrauka síðustu kennsludagana, þá er mesta álagið búið. Í prófavikunni þarf maður bara að fara yfir prófin og ganga frá dótinu sínu. Þá fer maður að sjá fyrir endann á allri þessari vinnu. Það er kannski ekkert skrýtið að maður sé búinn á því eftir að hafa verið í svona mikilli vinnu í allan vetur - það væri lúxus ef maður væri bara að kenna 100%!! Já og væri að kenna það sem maður væri virkilega góður í.. Er búin að vera að skoða íslenskupróf og er ekkert að sjá hvernig ég eigi að klambra saman almennilegum prófum fyrir 8. og 9. bekk. En þetta reddast víst alltaf á endanum...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli