07 maí 2003

I am drowning in work right now!! Ætla mér að reyna að skila af mér ritgerðum á föstudaginn þannig að ég er að klára að gefa fyrir þær. Er síðan á fullu að finna til upprifjunarverkefni fyrir krakkana - þar sem það eru bara tvær kennsluvikur til prófa. Síðan er ég farin að búa til próf í huganum - þarf að fara að koma því á blað. Svo langaði mig svo að leyfa krökkunum að horfa á Harry Potter 2 á DVD en það var ekki alveg að vinnast tími til þess. Þannig að ég samdi við þau að ég myndi búa til ritunarverkefni upp úr myndinni sem yrði þá æfing fyrir próf en í staðin fyrir frí myndu þau fá að koma heim til mín til að horfa. 7. bekkur kemur örugglega annað kvöld og 8. bekkur á mánudagskvöldið. Í kvöld er svo verið að opna kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins hér í bæ - þannig að ég býst við að ég muni láta sjá mig þar. Svo er ég náttúrulega á fullu að prjóna. Er búin með bolinn og aðra ermina. Amma var eitthvað að reyna að fikra sig fram úr leiðbeiningunum með úrtökuna á erminni í gær. Vona bara að það hafi heppnast vel þannig að ég geti byrjað á hinni erminni í dag. Langar að klára peysuna áður en að amma fer út í næstu viku. Jæja, ætla að drífa mig snöggvast inneftir að kaupa ábót á linsurnar mínar. Þarf svo að halda á með að vinna..

Engin ummæli: