06 maí 2003

Ég verð að viðurkenna það að það er kominn kosningafiðringur í mig. Bæði hlakka ég til að kjósa á laugardaginn - hef nefnilegast aldrei kosið á kjördag - og svo eru komnar áhyggjur yfir því hvort að pabbi verði inni eða ekki. Allir að kjósa Framsókn svo pabbi hafi vinnu næstu fjögur árin!! :p Annars var ég að pæla í hvernig stjórn ég myndi helst vilja hafa eftir kosningar. Mér líst best á stjórn Framsóknar og Samfylkingar. Það er reyndar ekki raunhæfur möguleiki miðað við kannanir en ég held samt að það kæmi best út. Það er löngu kominn tími á að Íhaldið hverfi úr stjórn. Davíð er gjörsamlega að spila út núna. Ég gapti yfir fréttunum á Stöð 2 á laugardaginn þegar maðurinn var að fjalla um fátæktarskýrslu Hörpu Njáls. Hann er bara ekkert að sætta sig við það að það sé komin fram skýrsla sem sýni að hér sé fátækt. Hann rakkaði hana í svaðið. Sagði að allt þetta væri Reykjavíkurborg að kenna því að þar hefði félagsleg aðstoð verið minnkuð 1995. Síðan klikkti hann út með því að segja að menn efuðust um að Harpa Njáls væri yfir höfuð til!! Manneskjan er menntaður félagsfræðingur og þessi skýrsla er niðurstaða fjögurra ára vinnu. Í skýrslunni stendur auk þess að fátækt sé vandamál hjá þeim þjóðfélagshópum sem þiggja bætur af Ríkinu. Það kemur varla Reykjavíkurborg við - ekki nema að það sé þeirra hlutverk að bæta fyrir það sem Ríkið gerir ekki nógu vel... Það hefur aldrei verið leyndarmál að velferðarkerfið er ekki eitt af aðaláhugamálum íhaldsins. Þeir sinna hagsstjórninni vel and that´s it! Guð hjálpi öryrkjum, ellilífeyrisþegum, atvinnulausum, námsmönnum og öðrum ef íhaldið verður áfram í stjórn.

Úff, var að fara yfir húsnæðismál með mömmu. Ég er ekki að sjá það að ég eigi hreinlega eftir að hafa efni á því að fara í skólann í haust. Þó svo ég selji bílinn þá væri staðan samt tæp. Ég á eftir að fá lítið sem ekkert í námslán næsta vetur því ég er búin að vera að vinna - en samt hef ég verið í svo illa borgaðri vinnu að ég hef lítið sem ekkert náð að leggja fyrir. Ég ætla mér að vera MJÖG sparsöm í sumar og vera dugleg að leggja fyrir - en það dugir samt skammt. Svo ef ég fer að vinna með skólanum sé ég fram á að fá bara ennþá minna í námslán næsta vetur - og þá þarf ég að vinna meira! Þvílíkt og annað eins kerfi!! Ætla að setjast niður með honum föður mínum á eftir og athuga hvort hann geri sér grein fyrir því að staðan sé svona - ekki bara hjá mér heldur hjá fjölda mörgum í þjóðfélaginu.

Pleh, er orðin pirruð á að pæla í þessu. Ætla að reyna að einbeita mér að einhverju í vinnunni...

Engin ummæli: