Þá er maður búinn að ganga frá öllu skóladótinu!!! Var með eitt sjúkrapróf í morgun og á meðan ég sat yfir því gerði ég yfirlit yfir það sem ég gerði í ár. Hvaða bækur ég kenndi o.s.frv. Síðan gerði ég yfirlit yfir umsjónarbekkinn minn til að auðvelda kennara næsta árs að taka við. Núna er ritarinn að prenta einkunnaspjöldin út fyrir mig og þá á ég bara eftir að skrifa utan á umslögin og sjá hver fær verðlaun fyrir bestan námsárangur í ár. Ég er samt ekki alveg búin hérna fyrr en í næstu viku en við verðum á skyndihjálparnámskeiði þá. Síðan fer ég á tvö námskeið núna í júní. Ætla að fara með Halldóru Dagnýju á Tölvur og tungumálakennsla sem verður á Ísafirði og svo á námskeið um opinn skóla sem verður hérna í Víkinni. Þetta ætti að vera fróðlegt allt saman. Það er bara vonandi að það sé farið að styttast í svarið frá Kennó!! Svo er það næsti höfuðverkur að finna íbúð næsta vetur.. Er búin að vera að humma það á undan mér í vor. En það þýðir víst lítið lengur, verð að fara að drífa í þessu. Endilega látið mig vita ef þið vitið um eitthvað - eða einhvern sem vantar einhvern til að leigja með!!! ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli