Ég hef ekkert verið að fjalla um það hérna á blogginu af hverju ég þurfti að leggjast inn á spítala og fara í þessa aðgerð. Ég hef verið að hugsa það hvort ég eigi að vera að tala um það á eins opinberum vettvangi og netið er því að svona veikindi eru alltaf prívat mál. Þórdís vinkona benti mér hins vegar á um daginn að sum mál eru aldrei rædd þegar einmitt nauðsynlegt er að ræða þau. Að vissu leyti má heimfæra það á mín veikindi og ég ætla að skella inn færslu um þau á morgun. Það er vonandi að það eigi eftir að hjálpa einhverjum sem er eða á eftir að ganga í gegnum það sama.
En svona til gamans er hérna íslenskur texti við lagið Beautiful með James Blunt, bara fyndinn ;)
Líf mitt er frábært, ást mín er hrein
ég sá engil, ég er viss um það.
Hún brosti til mín í neðanjarðarlestinni
hún var með öðrum manni
en ég mun ekki missa svefn yfir því, því ég er með áætlun.
Þú ert falleg, þú ert falleg, þú ert falleg, það er satt.
Ég sá andlitið þitt á fjölförnum stað
og ég veit ekki hvað ég á að gera
af því ég mun aldrei vera með þér.
Já, hún náði auganu mínu, þegar ég labbaði hjá,
hún gat séð í andliti mínu að ég var RÍÐANDI HÁR.
Og ég held ekki að ég muni sjá hana aftur
en við áttum stund sem mun endast að eilífu.
Þú ert falleg, þú ert falleg, þú ert falleg, það er satt.
Ég sá andlitið þitt á fjölförnum stað
og ég veit ekki hvað ég á að gera
því ég mun aldrei vera með þér.
Þú ert falleg, þú ert falleg, þú ert falleg, það er satt.
Það hlýtur að vera engill, glottandi út í bæ.
Þegar hún hugsaði það upp að ég ætti að vera með þér.
En það er kominn tími til að andlita sannleikann.
Ég mun aldrei vera með þér.