27 desember 2004

Það getur nú stundum verið gaman að vera kennari....

Úr svörum og ritgerðum nemenda


Aðaleinkenni hesta er að vera sífellt á kappreiðum.

Ígulker teljast til skólpdýra. Þau ganga á prjónum.

Mörg dýr eru með heitt blóð, en í öðrum er það frosið.

Eva fæddist strax á eftir Adam. Því er sagt að Adam hafi ekki verið lengi í
París.

Á tímum landafundanna miklu urðu miklar framfarir í kortagerð enda þurfti
góð kort svo að löndin lentu ekki hvert ofan á öðru.

Grasekkjumaður er ekkill sem þjáist af heymæði.

Hæsta fjall á Íslandi ber nafnið Hvannadalshrúgur.

Í ástandinu lögðust íslenskar konur mjög lágt enþó ekki með öllum.

Helstu hlunnindi í sveitum eru sturta og sjónvarp.

Úr svari á prófi í kristnum fræðum í 7. bekk: "Á hvítasunnudag sendi Jesú
lærisveinum sínum heilan anda."

Úr bókmenntaprófi í 6. bekk: "Hvað merkir nafnorðið sammæðra?" Eitt svarið
var á svofelldan hátt: "Að nokkrar mæður eigi sama barnið."

Úr líffræðiprófi í 6. bekk: "Hvers vegna eru reykingamenn yfirleitt hand- og
fótkaldari en það fólk sem ekki reykir?" Einn svaraði: "Reykingamenn eru með
kalt blóð." Annar svaraði: "Reykingamenn þurfa svo oft að standa úti við
reykingar."

Gideonmenn voru í heimsókn í skólanum og einn þeirra lagði út af
orðunum: "Hvernig getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum?" Þetta er
tilvitnun í Nýja testamentið, sem þeir Gideonmenn voru að gefa öllum 5.
bekkingum og var ekki ætlunin að nemendurnir legðu þarna eitthvað til
málanna. Einn guttinn stóðst þó ekki mátið og sagði: "Með því að reykspóla
ekki."

Kennari í barnaskóla var einhverju sinni að hlýða pilti yfir Faðirvorið.
Sjálfsagt hefur stráknum legið reiðinnar býsn á, því undir lok bænarinnar
mátti heyra hann segja; "eigi leið þú oss ífreistni, heldur frelsa oss í
hvelli."

Úr málfræðiprófi í 5. bekk í Mýrarhúsaskóla; Hvað nefnast íbúar
Húnavatnssýslu einu nafni ? Eitt svar var; "Sýslumenn" Annað var;
"Húnvettlingar "

Jæja þá eru jólin búin og maður komin aftur í vinnuna. Ég svaf og las mikið og hafði það bara nokkuð gott þrátt fyrir að vera í Reykjavík. Vonandi höfðuð þið það öll gott yfir jólin elskurnar mínar hvar sem þið voruð!

21 desember 2004

Þeir eru alveg ótrúlegir þessir Ísfirðingar, rifu skúr sem þeir áttu ekki og segjast ekki vera bótaskyldir gagnvart þinglýstum eiganda. Ég veit ekki hvort að ég hefði sætt mig við þessi svör bæjarins ef ég hefði verið eigandi skúrsins....

Jæja, þá er enn önnur einkun komin inn. Kennararnir eru greinilega alveg í gírnum að fara yfir. Ég fékk 9 í inngangi að kennslufræði erlendra mála og er náttla alveg í skýjunum með það!

Þá á ég bara eftir að fá einkun í Lífsleikni og menningu og þjóðlífi í enskumælandi löndum. Það er bara vonandi að það komi fyrir jól - það væri þá í fyrsta sinn að maður fengi greiðslu frá LÍN fyrir jól!

20 desember 2004

Minnz er snillingur!!

Einkunirnar eru farnar að streyma inn. Ég fékk 8 í siðfræði og 9 í ensku máli svo ég held að það sé nokkuð ljóst að ég hafi ekki klúðrað því prófi!

Annars er hann Axel Ernir frændi minn 25 ára í dag. Ég vil bara óska honum innilega til hamingju með daginn!

Ég er mikið búin að vera að velta fyrir mér hvern ég eigi að kjósa Vestfirðing ársins á bb. Ég ákvað að kjósa Sossu og systur fyrir Ástarvikuna í sumar. Þetta vakti gríðarlega athygli og var virkilega lofsvert framtak. Ég hvet alla til að kjósa þær systur og hvetja þær til að halda aðra ástarviku að ári.

16 desember 2004

Ég er búin í prófunum!!!!!!!

Og fyrsta einkunin er meira að segja komin inn! Ótrúlegt en satt. Íslenskukennararnir eru svona duglegir. Ég fékk 8,5 - og markmiðið mitt var einfaldlega að ná þar sem þetta var ekki mitt sterkasta fag svo að ég er mjög sátt :)

Ég mætti hins vegar ósofin í Enskt mál og málnotkun þar sem nágranni minn var á ferðinni alla nóttina. Mér gekk samt ágætlega í prófinu þó svo ég væri alveg að sofna ofan í prófblaðið. Ég þarf svo bara að bíða og sjá hvort ég hafi nokkuð klúðrað þessu.

Í morgun kláraði ég svo prófin, tók heimapróf í menningu og þjóðlífi í enskumælandi löndum. Það gekk ágætlega en það var skrýtið að taka svona heimapróf. Maður veit að kennarinn gerir meiri kröfur og maður reynir einhvern vegin að gera betur. Ég hefði verið miklu fljótari að taka bara venjulegt próf, en það verður gaman að sjá hvað ég fæ.

Seinustu daga hef ég svo verið á þvælingi með henni ömmu minni. Er búin að gera allt fyrir jólin nema þrífa svo nú verður djammað á helginni og slappað af yfir hátíðarnar :)

13 desember 2004

Þá eru bara tvö próf eftir. Enskt mál og málnotkun á morgun og mér hefur gengið alveg herfilega að læra fyrir það. Ég finn mér bókstaflega allt annað að gera en að læra. Ég er búin að skrifa öll jólakortin og pakka inn þeim gjöfum sem ég er búin að kaupa. Er samt ekki farin að þrífa, ætli ég geri það ekki fyrir seinasta prófið :p Ég vona samt að ég klúðri ekki prófinu!

Sú sem er með húsfélagið hérna var að biðja mig um að skrifa greinargerð um það ónæði sem er af kallinum við hliðina á mér. Allir eiga svo að skrifa undir hana og henni verður skilað til Félagsþjónustunnar. Vonandi ýtir það undir að kallinn komist að á elliheimili, fái einhverja hjálp og ég losni við hann!!! Gott fyrir alla, right!

11 desember 2004

brainy
Congratulations, you're Little Miss Brainy!

Which Little Miss are you?
brought to you by

10 desember 2004

Ég er alveg heavy pirruð núna. Ég bý við hliðina á kalli sem er gamall róni og löngu búinn að drekka frá sér allt vit. Ofan á allt annað er hann víst kominn með alzheimer svo ekki bætir það úr skák. Herbergið mitt liggur upp að íbúðinni hans þannig að þegar hann tekur tarnir og vakir heilu og hálfu næturnar með tilheyrandi látum get ég ekki sofið. Fyrir utan það hef ég getað leitt kallinn að mestu hjá mér þó svo hann berji reglulega á dyrnar hjá mér og reyni að komast inn til þess að skammast út af einhverjum hlutum sem eru aðeins til í hausnum á honum og ég er löngu hætt að reyna að skilja. Fyrst fór ég til dyra og svona þegar hann barði á hurðina en ef maður hunsar hann hættir hann venjulega fljótlega - þó svo hann eigi það til að berja á hurðina heilt kvöld eins og í seinustu viku. Allavegana, kallinn hefur verið ansi hress svo ekki sé nú meira sagt undanfarnar vikur og seinustu viku hef ég varla náð að sofa heila nótt.

Loksins svo þegar kallinn fer að þegja og hafa hægt um sig þá tekur kellingin fyrir neðan mig upp á því að vakna klukkan sex og stilla helv.... útvarpið í botn. Ég var því vöknuð klukkan sex í morgun og náði ekki að sofa dúr eftir það. Mér er alveg sama þó svo að umgengnisreglur í fjölbýlishúsum segi að hávaði sé leyfilegur eftir 7 á morgnana á virkum dögum, mér finnst það andskotans dónaskapur að hafa allt í botni á þeim tíma. Núna dreymir mig bara um einbýlishús á afskekktum stað þar sem ég get sofið í friði.

05 desember 2004

Haldiði að við Agga höfum ekki farið í sund áðan - og við syntum og allt!! Allt of langt síðan við höfum gert það. Við ætluðum svo á Vegamót að fá okkur eitthvað gott að borða en þar var allt fullt svo við fórum á Brennsluna. Langt síðan ég hef farið þangað. Þar var bara allt tómt! Á laugardagskvöldi! Ég hef varla séð Brennsluna tóma á mánudagskvöldi en það er nú önnur saga. Við kíktum svo heim til mín að horfa á vídeó en nei þá dó bara sjónvarpið hennar Agnesar! Við tókum það bara sem hinti um að við ættum bara að fara að sofa núna en þá er eitthvað lítið fífl að bora og bora í stigaganginum hjá mér! Eftir miðnætti!! Ég bíð spennt eftir að hann hætti svo ég geti farið að sofa!!

04 desember 2004

Þó svo að það séu nokkur ár síðan ég flutti að heiman þarf ég ennþá að sinna ákveðnum skyldum heima hjá mömmu. Sú sem er hvað tímafrekust er að skrifa á jólakortin. Ég tók fyrsta holl í jólakortaskrifum í gærkvöldi og þegar ég var búin að skrifa ,,þökkum allt gamalt og gott. Sjáumst hress á nýju ári" það oft að ég var að fá skrifkrampa fór ég að pæla af hverju eyðir maður tíma í þessi jólakort. Maður skrifar alltaf það sama, hefur hitt fæsta af jólakortalistanum á árinu og það sem maður skrifar í kortin verður einhvern vegin bara innantómt hjal.

Það kom púki upp í mér í gær og ég var að spá hvort ég mætti ekki bara skrifa ,,vonandi sjáumst við ekkert á nýja árinu" í staðin fyrir þetta hefðbundna sjáumst hress og allt það. Maður gæti kannski notað þetta til að ýta í einhverja sem maður vill heyra í en kemur sér ekki til að hafa samband við sjálfur. Maður myndi örugglega fá upphringingu ef maður segðist ekkert vilja hitta viðkomandi í framtíðinni. (Það þarf náttla ekkert að taka það fram að það fékkst ekki samþykkt hjá henni móður minni.)

Svo væri hægt að fara alla leið með svarta húmorinn og segja bara ,,Kæra fjölskylda, gleðileg jól og farsælt komandi ár. Svakalega erum við fegin að hafa ekkert hitt ykkur á líðandi ári og við vonum svo sannarlega að við sjáum ykkur ekki neitt á nýja árinu." En fæstir myndu kannski hafa húmor fyrir svona korti.

Annars hef ég nú samt gaman af jólakortum og það er heilög stund á aðfangadagskvöld þegar kortin eru opnuð. Ég reyni samt alltaf að gera mín kort svona pínu persónuleg því mér finnst svo gaman að fá svoleiðis kort. En hvað finnst fólki um jólakort? Er þetta hefð sem maður á að halda í? Má maður poppa þau upp með smá svörtum húmor?

02 desember 2004

Ég er búin að vera uppfull af hugmyndum til að skrifa um hérna en um leið og ég kveiki á tölvunni gleymist allt og ég er uppfull af siðfræðikenningum Kant og Mill. Ég gæti haldið úti massa rökræðum um nytjastefnuna og siðfræðilögmál Kants hérna en ég efast um að einhver hafi áhuga á því. Það er sem sagt siðfræðipróf á mánudaginn og minnz er bara að læra. En núna er Alias í sjónvarpinu og þá er sko heilög stund!

30 nóvember 2004

Ég er ekki sátt með það hvað það virðast margir heimsækja þessa síðu en enginn skrifar í gestabókina. Allir að kvitta fyrir komuna!!

Svo á Rebekka Líf afmæli í dag, er orðin 15 ára stelpan. Til hamingju með daginn elskan mín!

23 nóvember 2004

Nei ég er ekki dauð enn. Er bara búin að liggja yfir lærdómi síðustu viku og það mun víst verða svoleiðis alveg þangað til 16. desember. Var samt að klára stóra ritgerð í lífsleikni og þá finnst mér allt vera búið. Restin ætti því að verða lítið mál - allavegana fram að prófum!

15 nóvember 2004

Svartir dagar

Eftir stúdentsprófið var ég í nokkur ár að velta fyrir mér hvað mig langaði að læra og gera í framtíðinni. Ég vann í banka í tvö ár og fann að svoleiðis starf var ekki fyrir mig. Ég skellti mér í sálfræði, fannst það bara nokk skemmtilegt, soldið þurrt samt. Var ekki alveg viss hvort ég vildi halda áfram í sálfræðinni svo ég ákvað að prófa að kenna í eitt ár á meðan ég hugsaði málin. Mér var algjörlega hent út í djúpu laugina, ég gerði fullt af vitleysum en samt var þetta ein skemmtilegasta vinna sem ég hafði unnið við. Ég ákvað að þetta vildi ég læra.

Skólinn er skemmtilegur og ég hef brennandi áhuga á því sem ég er að gera. Ég get satt að segja ekki beðið eftir því að klára skólann og fara að vinna. Ég hef fylgst vel með kennaraverkfallinu því að kennararnir eru jú líka að berjast fyrir okkur sem erum enn í námi. Lending ríkisstjórnarinnar í málinu er hrein og klár vanvirðing við kennarastéttina í heild. Ég skil vel þá kennara sem sátu heima í dag. Ég hefði að vísu mætt í vinnu sjálf, en ég hefði líka sagt upp starfinu mínu. Ég ætla ekki að hætta í skólanum en ef þetta verður raunveruleikinn þegar ég útskrifast mun ég ekki fara að kenna, eins grátlegt og mér finnst að hugsa til þess.

Þessi blessaða ríkisstjórn hefur lítið sem ekkert gert í menntamálum og að mörgu leyti eru þeir að súpa seyðið af því núna. Eins ágætir og lögfræðingar kunna að vera eru þeir ekki bestu menntamálaráðherrarnir. Miðað við það sem maður hefur heyrt í fjölmiðlum undanfarna daga þá verða engar breytingar í tíð þessarar ríkisstjórnar. Kennarar eru ekki fagstétt í menntamálum í þeirra huga það er nokkuð ljóst mál. Formaður menntamálanefndar segir að ef til uppsagna kennara komi þá komi maður í manns stað. Nemendur Kennaraháskólans standa með kennurum í sinni kjarabaráttu og ég held að það myndu ekki margir hlaupa spenntir í kennarastarf við núverandi aðstæður. GIBbinn ætti kannski að taka sér launalaust leyfi frá öllum störfunum sínum og prófa að kenna í svona eins og eina önn og prófa að lifa af kennaralaununum einum saman. Það væri fróðlegt að heyra hvað hann segði þá.

Það voru allir sammála um að lög væru bara frestun á vandamáli, engin lausn. Ég vona svo sannarlega að unnið verði af skynsemi að lausn á þessu vandamáli. Þetta er ekki bara vandamál kennara og sveitarfélaga, það þarf líka að vera líf í menntamálaráðuneytinu. Ég vona að Þorgerður Katrín fari að vakna af þyrnirósarsvefninum, láti til sín taka við lausn þessa máls og blási lífi í hálf dautt ráðuneytið. Mig langar nefnilegast svo að verða stoltur og góður kennari þegar ég verð stór. Mig langar til að hafa efni á því að vinna við það sem ég er að læra sem er ekki staðan í dag. Eru það svo stórkostlegar væntingar?

13 nóvember 2004

Dánarfregnir og jarðarfarir

Herra Kaktus er látinn. Andlátið bar því miður ekki brátt að og er rakið til slæmra lífsskilyrða. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Herra Kaktus átti stutta en góða ævi og var eiganda sínum mikill gleðigjafi. Sorg eigandans er mikil og eru öll önnur blóm vinsamlegast afþökkuð þar sem ekkert annað blóm mun geta komið í stað Herra Kaktus.

12 nóvember 2004

Er Ísland bezt í heimi??


Úr dagbók einhvers

12. Ágúst - Fluttum til Íslands að vinna. Settumst að fyrir austan.
Ég er svo spenntur. Það er svo fallegt hérna, fjöllin eru dýrleg. Ég get ekki beðið eftir að sjá hvernig þau líta út í vetur þegar það fer að snjóa.
14. Október - Ísland er fallegasta land í heimi. Laufin eru öll rauð og appelsínugul. Sáum hreindýr í dag. Þau eru svo falleg. Það er svo kyrrlátt hérna, algjör paradís. Ég ætla sko að búa hérna það sem eftir er.
11. Nóvember - Bráðum byrjar hreindýra veiðitímabilið. Ég get ekki ímyndað mér að einhver vilji drepa þessi fallegu dýr. Vona að það fari að snjóa. Ég elska þetta land.
15. Nóvember - Það snjóaði í nótt. Þegar ég vaknaði var allt hvítt.
Þetta er eins og póstkort. Við fórum út og hreinsuðum snjóinn af tröppunum og mokuðum innkeyrsluna. Fórum í snjóbolta slag (ég vann).
Þegar snjóruðningstækið ruddi götuna, þurftum við að moka aftur. Ég elska Ísland!
22. Nóvember - Meiri snjór í nótt. Snjóruðningstækið lék sama leikinn með innskeyrsluna okkar. Fínt að vera hérna.

15. Desember - Enn meiri snjór í nótt. Komst ekki út úr innkeyrslunni og í vinnuna. Það er fallegt hérna, en ég er orðinn ansi þreyttur á að moka snjó.
Helvítis snjóruðningstæki.
22. Desember - Meira af þessu hvíta drasli féll í nótt. Ég er kominn með blöðrur í lófana og illt í bakið af öllu þessu moki. Ég held að gaurinn á snjóruðningstækinu bíði við hornið þar til ég er búinn að moka innkeyrsluna.
Helvítis asninn.
24. Desember - Gleðileg Jól, eða þannig! Enn meiri anskotans snjór. Ef ég næ í helvítis fíflið sem keyrir snjóruðningstækið, þá sver ég að ég drep helvítið. Af hverju salta þeir ekki helvítis göturnar hérna meira.

18. Janúar - Meiri hvítur skítur í nótt. Búinn að vera inni í þrjá daga.
Bíllinn er fastur undir heilu fjalli af snjó sem fíflið á ruðningstækinu er búinn að ýta að innkeyrslunni okkar. Veðurfræðingurinn spáði 20 cm jafnföllnum snjó næstu nótt. Veistu hvað það eru margar skóflur?
19. Janúar - Helvítis veðurfræðingurinn hafði rangt fyrir sér. Við fengum
35 cm af skít í þetta skipti. Ef það heldur svona áfram þá bráðnar þetta drasl ekki fyrr en um mitt sumar. Snjóruðningstækið festi sig í götunni og helvítis fíflið kom og spurði hvort ég gæti lánað honum skóflu.
Eftir
að hafa sagt honum að ég væri búinn að brjóta sex í vetur við að moka í burtu snjónum sem hann ýtti jafnóðum inn í innkeyrsluna, munaði að ég bryti eina enn á hausnum á honum.
4. Febrúar - Komst loksins út úr húsi í dag. Fór í búðina að versla og á leiðinni til baka hljóp hreindýr fyrir bílinn. Skemmdir upp á tugi þúsunda.
Vildi að þessum kvikindum hefði verið útrýmt síðasta haust.

3. Maí - Fór með bílinn á verkstæði í bænum. Ótrúlegt hvað þetta ryðgar af öllu þessu saltdrasli sem þeir strá á vegina.
19. Maí - Flutti til Spánar. Skil ekki að nokkur maður með viti skuli vilja búa á skítaskeri eins og Íslandi!

11 nóvember 2004

Ég hef aldrei verið hrifin af sokkabuxum. Þær eru þröngar og óþægilegar og það er komið lykkjufall á þær eftir tvær klósettferðir - og þá er 700 kall farinn fyrir lítið. Ef ég fer í pilsi á djammið þá hef ég alltaf bara sleppt sokkabuxunum ef ég hef mögulega komist upp með það. Núna á ég hins vegar stutt pils og það er ekki fræðilegur að fara í því á djammið án þess að vera í sokkabuxum. Ég fór í þessu pilsi út á laugardaginn og þá byrjaði helv.. sokkabuxnavesenið. Sokkabuxur ná nebblast upp í mitti en pils og buxur í dag liggja almennt á mjöðmunum. Maður rúllar því alltaf strengnum á sokkabuxunum niður svo þær komi ekki upp fyrir buxna- eða pilsastrenginn.

Þá kemur aftur í móti annað vandamál. Sokkabuxurnar liggja núna talsvert neðar en þær eiga að gera og skerast inn í mjaðmirnar. Það gerðist núna á laugardaginn. Ég var voða fín í stuttu pilsi og svarta bolnum mínum og eins og ég væri með snæri strekkt inn í mjaðmirnar á mér. Ég var lengi að vesenast með hvernig ég gæti lagað þetta því þetta var það áberandi að mér datt ekki til hugar að fara svona út úr húsi. Á endanum klippti ég strenginn á sokkabuxunum niður að pilsastrenginum og málið var leyst. Þá var miklu auðveldara að rúlla sokkabuxunum niður og með því að klippa þessa einu línu meðfram sauminum þá losnaði um þrýstinginn og fellinguna. Ég er búin að þvo þessar sokkabuxur síðan og þær rakna ekkert upp við þetta - þó svo að amma hafi sagt að þær myndu gera það.

Það er hins vegar annað mál með þykkar sokkabuxur. Þær haldast aldrei uppi og ef ég vil vera fín í pilsi einhvern daginn þá er ég alltaf eins og versti skítbuxi innan undir pilsinu og ég þarf að fara reglulega á klósettið til að hysja buxurnar upp um mig. Amma leysti þetta vandamál fyrir mig. Auka nærbuxur utan yfir sokkabuxurnar og málið er leyst. Maður verður gella yst sem innst :)

09 nóvember 2004

Jæja, þá er ég loksins að verða orðin almennileg eftir þessa blessuðu endajaxlatöku. Ég var hjá tannsa áðan að láta taka kanilplásturinn. Ég fékk hjá honum einhverja massa sprautu til að skola holuna eftir tönnina. Þeir sem þekkja mig vita að ég er með sprautufóbíu dauðans og ég á pottþétt aldrei eftir að þora að koma við þessa sprautu. En nú er þetta búið - sem betur fer!

Á laugardaginn fór ég á Sálarballið. Ægir var svo elskulegur að redda mér tveimur boðsmiðum svo ég bauðst til þess að vera driver fyrir Pétur - hehe. Það var þegið með þökkum, ótrúlegt en satt! Það var alveg ótrúlegur troðningur á þessu balli en það var samt gaman. Sálin klikkar aldrei.

Annars er ég bara búin að vera öfga löt. Er að fara í nudd á eftir þannig að það verður heavy slökun í kvöld og farið snemma að sofa :)

04 nóvember 2004

Ég var að koma frá tannsanum. Hann var að taka saumana hjá mér. Ég fékk líka að vita af hverju ég er búin að vera svona kvalin undanfarna daga. Sárið hafði rifnað upp öðru megin. Hann setti einhvern strimil sem er verkjastillandi og sótthreinsandi yfir og ég á að mæta aftur á mánudaginn til að láta fjarlægja hann. Strimillinn er með sterku kanilbragði svo munnurinn minn er bara kominn í jólaskapið. Ég er hins vegar hálf dofin eitthvað. Veit ekki hvort það er áhrif frá tímanum sem ég er í eða hvort að verkjalyfið er að kicka svona vel. Ég á svo að fara að kenna present continuous í ensku máli og málnotkun á eftir. Ég hef svo sem ekki miklar áhyggjur af því. Vona bara að Robert verði góður við mig og gefi mér góða krítík.

Jæja, er alveg að mygla hérna. Var að borða banana með kanilbragði sem var ekki gott. Ætlaði að skola munninn með vatni en þetta kanilbragð virðist vera lífseigara en andskotinn. Heyrðu, veit einhver hvernig ég get sett mynd inn á bloggið sem er af eðlilegri stærð? Ekki svona gígantísk eins og myndin sem ég var með. Er ekki hægt að setja inn myndir úr my pictures??

02 nóvember 2004

Getur einhver sagt mér hvernig ég geri linkana mína þannig að þeir opnist á nýrri síðu??

30 október 2004

Jæja, þá er búið að draga endajaxlana úr neðri góminum mínum. Þetta var smá aðgerð og var víst smá mál að ná þeim. Þetta gekk samt vel og á ég bara að taka því rólega yfir helgina og jafna mig. Lít að vísu út eins og hamstur því ég er svo bólgin en það jafnar sig vonandi sem fyrst!

Ég fór samt til mömmu í gær og horfði á Idolið. Ég veit ekki hvaða húmor þetta var hjá Simma og Jóa með Bolvíkingana. Það voru allavegana ekki allt Bolvíkingar sem voru sýndir í víkarasyrpunni hjá þeim. Ef það á að gera grín að okkur er lágmark að sýna ekta Bolvíkinga sem kunna ekki að syngja! Ekki laglausa Ísfirðinga - eða hvaðan sem þessir gaurar voru.. Það var gaman að sjá Pétur Geir syngja - Linda Rut skaut hann algjörlega í kaf með þessari áskorun. Flott hjá þér stelpa! Þú ferð í Idolið þegar þú hefur aldur til og malar hann ;)

26 október 2004

Jæja, þá er formúlan búin í ár og alveg tæpir 5 mánuðir í að hún byrji aftur. Ég er því að sjá fram á leiðinlega sunnudaga næstu mánuði. Ég held samt að næsta tímabil verði skemmtilegra en það sem var að ljúka. McLaren parið tilvonandi endaði tímabilið í sætum 1 og 2 og ef að bíllinn hjá McLaren heppnast vel þá verða þeir þrusu góðir á næsta ári. Mér finnst Williams verða meiri spurning, tveir nýjir bílstjórar hjá þeim og bíllinn búinn að vera slakur í ár. Barrichello segist stefna á heimsmeistaratitil því hann sé betri en Schumacher. Mér finnst hann alltaf jafn fyndinn hann Barri. Hann er góður ökumaður en hann á ekkert í Schuma, Raikkonen og Montoya rústa honum líka. En sumum finnst kannski gott að lifa í sjálfsblekkingu. Það verður líka gaman að fylgjast með Villeneuve. Hann hefur svo sem ekkert gert í þessum mótum sem hann hefur keyrt í á þessu ári en það er spurning hvað hann gerir eftir smá þjálfun.

En sem sagt, leiðinlegir sunnudagar framundan, mamma á eftir að sjá miklu meira af mér á sunnudögum :p

24 október 2004

Ég og Agga Pagga vorum í rólegheitum í gær. Fórum á Vegamót takeaway og fengum okkur gott að borða og nachos í desert. Horfðum svo á Save the Last Dance með Juliu Stiles á RÚV. Það var alveg ágætis afþreying bara. Tókum svo myndina Torque sem kemur frá framleiðendum Fast and the Furious og XXX. Þetta er svona mótorhjólamynd með lúmskum húmor. Öfga flott hjól í henni. Það vantaði bara að Vin Diesel léki aðalhlutverkið því það er alveg sniðið fyrir hann. Ekki mikill leikur, eiginlega bara action. Þetta var samt fín mynd, við hlógum mikið og það var gaman að sjá hvað movin voru flott hjá gaurunum á hjólunum. Sátum svo frameftir og hlógum að Law and Order. Alveg merkilegt hvað þetta eru illa leiknir þættir og illa súrir. Leikararnir eru hverjum öðrum verri og plottið alveg glatað. Skil ekki hvernig fólk getur horft á þetta.

Rólegt laugardagskvöld semsagt. Er að reyna að koma mér til að vinna verkefni í ensku máli og málnotkun. Þarf að spinna upp frétt um glæpsamlegt athæfi í þolmynd (passive voice) og er alveg voðalega andlaus eitthvað..

21 október 2004

Jæja, þá er allt afmælisstússið búið. Ég vil bara þakka fyrir mig! Partýið á laugardaginn var alveg frábært, ég held að allir hafi skemmt sér vel :) Á mánudaginn fór ég með mömmu og Rakel út að borða á Galileó. Þar dekstraði Sigrún við okkur og við bókstaflega rúlluðum út, við vorum svo saddar. Ég er nú samt ekki orðin eldri en það að á afmælinu mínu var að koma niður endajaxl - og mikið skil ég litlu börnin sem gráta þegar þau eru að taka tennur! Þetta er ekki lítið vont.

Afmælisvertíðinni fer svo að ljúka, ég er boðin í tvö afmæli á helginni. 25 ára afmæli hjá Halldóri hennar Öggu og svo í fyrsta afmælisboðið hans Arnars Loga. Í næstu viku fer ég svo í endajaxlatöku þannig að það verður bara slappað af næstu helgi. Síðan verður brjálað að gera í skólanum fram yfir próf þannig að það er ekkert líf og engir vinir þangað til 16. desember :(

Jæja, þá er búið að skera úr um það að Button verður áfram hjá BAR á næsta ári. Ætli það verði ekki skrýtinn andi hjá BAR liðinu á næsta ári, að vera með ökumann sem vill í rauninni vera að keyra fyrir annað lið?

18 október 2004

Jæja, þá er maður búin að fylla upp í 25 ár. Ég er ekki frá því að það sé farið að móta fyrir hrukkum en ég litaði hárið í vikunni til að gulltryggja það að engin grá hár fyndust.

14 október 2004

Jæja já, við vorum víst illilega rassskelld í gær. Það var samt gaman að sjá sænska liðið spila, sjá hvað Henrik Larson er lítill og Zlatan Ibrahamovich er stór!!!!! Það var mikið fjör í stúkunum þrátt fyrir tapið þó svo að stemningin hafi að vísu farið niðrá við eftir því sem leið á leikinn. Mér fannst soldið leiðinlegt að heyra móralinn í mörgum þarna, það var t.d. púað þegar Isakson (markvörður Svía) fór meiddur af velli. Hvað var það???

Það vantar hins vegar mikið upp á að Íslendingar séu að spila í sama klassa og Svíar, hvort það sé Ásgeiri og Loga að kenna eða einfaldlega skortur á breidd veit ég ekki en það er nokkuð ljóst að ef liðið ætlar sér að spila eins og í gær þá á það ekki eftir að ná langt. Það var engin liðsheild og leikurinn var daufur.

En það var gaman að fara, við sáum svo sem ekki eftir því þrátt fyrir úrslitin og þrátt fyrir að hafa haft leiðinda stráka gelgjur fyrir aftan okkur - og nokkra fulla átján ára gaura þar fyrir aftan. Á maður ekki líka að horfa á björtu hliðarnar - 1-0 í seinni hálfleik :p

13 október 2004

Jæja, þá er það Ísland - Svíþjóð. Við erum með sæti á besta stað í nýju stúkunum. Ég vona bara að leikurinn verði skemmtilegur og að Íslendingarnir verði ekki algjörlega rassskelldir.....

12 október 2004

Þetta blogg er algjör snilld. Mæli með því ef ykkur leiðist.

08 október 2004

Sér einhver málfræðivilluna í þessari fyrirsögn?

07 október 2004

Time for a Break, Time for a KitKat

Munið þið þegar þið smökkuðuð fyrst KitKat?

Ég hef alltaf sagt það að ég á ekki að horfa á hryllingsmyndir. Ég hef líka venjulega líka lifað eftir því og ég horfi aldrei á einhverjar svona ógeðslegar myndir. Seinasta vetur fór hann bróðir minn með systur sína í bíó. Hann langaði að sjá Dawn of the Dead og ég sagði bara já já, vissi svo sem ekkert á hvað ég var að fara. Myndin er um fólk sem deyr og ,,lifnar" svo upp frá dauðum og reynir að drepa þá lifandi - í mjög grófum dráttum. Ég sat og hélt fyrir augun mest alla myndina.
Í nótt vaknaði ég svo upp með martröð. Dauða fólkið úr Dawn of the Dead var út um allt í draumnum og minnz var bara hálf skelkaður þegar ég vaknaði og svaf mest lítið eftir það. Segið svo að bíómyndir hafi ekki áhrif!


05 október 2004

Heitt

Það er heitt að vera maður sjálfur. Að þora að segja skoðanir sínar, færa rök fyrir þeim og breyta þeim ef maður kemst að því að maður hafði rangt fyrir sér. Það er heitt að þora að vera maður sjálfur í klæðaburði. Það er heitt að hafa sjálfstæða hugsun.

Kalt

Það er kalt að segja öðrum fyrir verkum. Það er kalt að þykjast vera betri en einhver annar. Það er kalt að apa upp eftir öðrum og þora ekki að vera maður sjálfur.


Þessi litla pæling kemur út frá dálki sem er t.d. í Birtu og fleiri blöðum að ég held. Þar sá ég um daginn að það var heitt eina vikuna að vera maður sjálfur en það var kalt að vera í snjóþvegnum buxum eða eitthvað álíka. Það var sem sagt heitt að hunsa svona heitt og kalt ráð en kalt að klæða sig á ákveðinn máta. Þversögn dauðans. Svona heitt og kalt dálkar pirra mig. Hver skrifar svona dálka? Hver er hann að segja öðrum hvað þeir eigi að gera eða hvernig þeir eiga að klæða sig? Er ekki flott að móta sinn stíl úr þeirri tísku sem er í gangi hverju sinni?

Ég segi fyrir mitt leyti að ef mér finnst tískan ljót þá kaupi ég mér einfaldlega ekki föt og ég bíð eftir að tískan breytist. Samkvæmt heitt og kalt manneskjunni sem skrifar í Birtu er ég alveg ferlega lame. Ég held hins vegar að fólki almennt sé alveg nett sama hvernig ég klæði mig og hvort það sé eftir nýjustu tísku eða ekki. Myndi einhver sakna þess ef svona dálkar hyrfu af síðum blaðanna? Er í alvörunni einhver sem lætur einhvern blaðamann á Birtu segja sér hvernig föt hann á að kaupa?

04 október 2004

Jæja, það er kannski kominn tími á að láta vita af sér. Það er bara mest lítið að frétta af þessum bænum. Ég var veik alveg í tæpa viku um daginn og var lengi að jafna mig eftir það. Þannig að síðasta vika fór alveg í að vinna upp í skólanum og reyna bara að ná upp orku. Ég passaði litlu púkana mína á fimmtudagskvöldið. Kiddi var alveg eins og ljós á meðan að Arnar Páll grét og grét og grét og grét.... Minnz var bara alveg búinn á því þegar ég kom heim. Ef eitthvað er góð getnaðarvörn þá eru það svona passanir!

Helgin var svo bara róleg. Ég bauð Öggu, Halldóri og Pétri í mat og við sátum langt frameftir á spjalli. Nenntum svo ekkert í bæinn en þetta var rólegt og fínt. Það er svo farið að styttast í afmælið mitt. Það eiga einhvern vegin allir afmæli núna en ég held að við séum að verða búin að plana hvenær hver heldur upp á sitt þannig að ekkert stangist á.

En jæja, siðfræðin er byrjuð aftur. Ætla að fylgjast með.

Ps. Biggi, ég skal taka þessa kennaraumræðu við þig á msn ;)

Hún Agnes á afmæli dag og er svo heppin að það er staffadjamm í vinnunni hennar á afmælisdaginn. Til hamingju með daginn elskan mín, skemmtu þér vel!

27 september 2004

Hann Geiri Bjórkollur er 25 ára í dag. Til hamingju með daginn elskan mín, hafðu það öfga gott í dag :)

24 september 2004

Þegar ég verð orðinn ríkur kennari...

Ég hef stundum látið þessi orð falla síðan ég ákvað það að ég ætlaði að verða kennari þegar ég yrði stór. Af einhverjum ástæðum hlægja allir þegar þeir heyra mig segja þessa setningu. Það virðast allir vera sammála um að kennarastarfið sé eitt það mikilvægasta í samfélaginu og að það eigi að vera vel launað. Samt sem áður hlægja allir að þessari litlu setningu minni og virðast ekki telja að ég eigi eftir að lifa það að verða ríkur kennari. Nema kannski ég vinni í lottóinu en það er nú önnur saga.

Er það bara ég eða er ákveðin þversögn í þeim skilaboðum sem samfélagið sendir kennurum? Jú þið vinnið mikilvægt starf og eigið að hafa góð laun - en þvílíkur brandari að það eigi einhvern tíman eftir að takast!! Sú staðreynd að það er nákvæmlega engin arðsemi af kennaranáminu segir sína sögu.

Það eru margir til að gagnrýna kennara núna. Finnst verkfallið rangt og bitna á þeim sem að minnst mega sín. Vissulega er það punktur - verkföll bitna alltaf á þeim sem síst eiga það skilið - en hvað eiga kennarar að gera? Halda áfram að sinna starfinu sínu af hugsjón á lúsarlaunum með síauknum vinnuskyldum án þess að nokkrar breytingar séu gerðar á vinnutímanum? Fólk lætur bara ekki bjóða sér það til lengdar og samstaða kennara sýnir einfaldlega að fólk er búið að fá alveg nóg.

Þeir sem gagnrýna hvað mest vita venjulegast minnst um það út á hvað starf kennarans gengur eða yfirhöfuð hvað það er sem kjaradeilan er að stranda á. Það fólk ætti virkilega að kynna sér málið áður en það kemur með yfirlýsingar. Vondi kallinn í þessu máli er ekki kennararnir og varla sveitarfélögin. Þetta er fyrirséður vandi síðan sveitarfélögin fengu skólana til sín án þess að fá til þess nægjanlegt fjármagn. Það þarf heldur ekki bara að borga kennurunum hærri laun, það þarf að stokka upp skólakerfið í heild sinni. Samfélagið er annað í dag en fyrir 10 árum og skólakerfið hefur ekki breyst í samræmi við breyttar kröfur þess.

Ég skal viðurkenna það að það stuðar mig virkilega að fá órökstudd komment hérna inn um það hvað kennarar séu ómögulegir og allan þann pakka. Kynnið ykkur um hvað málið snýst áður en þið takið afstöðu, fyrirsagnir blaðanna segja ekki alla söguna. Það er góð ástæða fyrir því að yfir 90% félagsmanna Kennarasambands Íslands samþykkti verkfall. Fólk gerir þetta ekki að gamni sínu.

Niðurstaða þessa verkfalls ræður því hvað ég fæ í laun þegar ég fer að kenna að loknu námi - eða hvort maður missir trúna á íslenskt menntakerfi og fer bara og gerir eitthvað allt annað. Ég ætla þó ennþá að halda í mína bjartsýni og leyfa mér að dreyma um það sem ég ætla að gera þegar ég verð orðinn ríkur kennari.

22 september 2004

Af þessum bænum er mest lítið að frétta. Ég náði mér í laglega flensu og er búin að liggja veik það sem af er vikunni. Var með fjörutíu stiga hita í gær og lá hérna bara hálf rænulaus. Ég hef það aðeins skár í dag, hitinn er allavegana kominn niður í 38! Það er bara vonandi að maður komist á lappir sem fyrst, það er fátt jafn leiðinlegt en að hanga einn heima veikur :(

Hún Karen Líf litla frænka mín varð 6 ára í gær. Til hamingju með daginn elsku dúllan mín!!

20 september 2004

Hann Röggi bró varð 23 ára í gær. Til hamingju með daginn elskan mín, hafðu það gott í útlandinu!

16 september 2004

Now I am learning english. My name is Erla. What is your name? I would like an apple. Do you have one? Hvað er station á ensku? If you didn´t notice I´m bored. Bored out of my mind.

Now we´re going to have a quiz. What does histrionic mean? Please answer in the comments.

15 september 2004

Ja hérna hér, Villeneuve er að koma aftur í formúluna. Verður með Sauber liðinu næstu 2 árin. Hvernig líst fólki á það? Ég veit að Hjördís er væntanlega himinlifandi..

13 september 2004

Ég er alveg búin að komast að því að ég þarf engan karlmann í lífið mitt á meðan ég hef hana Öggu mína. Hún boraði upp hillur og ljós fyrir mig í gær. Mikið rosalega vorum við ánægðar með okkur þegar við vorum búnar að þessu - sérstaklega út af því að öll fjölskyldan hennar Öggu hafði enga trú á okkur í þetta. Við erum sko ekkert eins vitlausar og við lítum út fyrir að vera!

Annars er mest lítið að frétta af þessum bænum. Ég bara læri og vinn, vinn og læri. Þessi vika verður ansi busy af því að lífsleiknikennaranum mínum datt í hug að kenna allan kúrsinn á rúmri viku... Ég verð því í skólanum á helginni - 5 tíma á föstudaginn og allavegana frá 9-5 á laugardaginn. Svo gætum við þurft að mæta á sunnudaginn líka. En maður vonar að við þurfum þess ekki. En svo er þetta líka búið og það þýðir að ég þarf aldrei að vera í skólanum til 5 sem hefði annars verið málið 2x í viku. Þá hef ég bara meiri tíma til að læra.

Það lítur ekki vel út með innflutningspartýið sem ætlunin var að halda á laugardaginn. Agnes mundi allt í einu að hún átti að mæta í eitthvað svaðalegt afmæli sem má ekki sleppa og ég er náttla í skólanum. Ég er samt að spá í að fara út á laugardagskvöldið. Anna Þóra á afmæli og það verður náttla að halda upp á það! Þeir sem vilja koma í heimsókn á laugardagskvöldið og djamma með er guðvelkomið alveg að kíkja í heimsókn. Það er náttla must að koma og sjá hvað það er orðið fínt hjá okkur!!

Í næstu viku er ég að fara til tannsa því það á að fara að taka úr mér endajaxlana. Ég fór til tannsans míns um daginn og hann sendi mig til sérfræðings. Ég get ekki sagt að ég hlakki til en ég get víst ekki frestað þessu mikið lengur. Það er eins gott að vera duglegur að læra ef maður skildi verða frá í nokkra daga út af þessu dæmi :-/

09 september 2004

Ég sá á síðunni hjá Írisi að það er verið að skjóta á mig að skipuleggja reunion hjá gamla bekknum mínum. Ég er til stelpur ef það verða almennilegar undirtektir og ég enda ekki ein í öllum undirbúningnum *blikkblikk* Það er löngu komin tími á almennilegan hitting hjá okkur.

Hann Haukur mágur minn á afmæli í dag. Til hamingju með daginn og hafðu það gott í dag! Góða ferð út í sólina :)

Þegar ég kom heim úr vinnunni í gær settist ég niður að venju og las yfir Fréttablaðið. Eitthvað fannst mér fréttirnar kunnuglegar og spáði mikið í því hvað hefði eiginlega gerst hjá ritstjórninni. Hvaða rugl það væri að vera að birta fréttir síðan deginum áður. Ég athugaði dagsetninguna til að gá að því hvort ég væri nokkuð að lesa gamalt blað en nei þetta var rétta blaðið. Furðulegt alveg.

Þegar ég var hálfnuð með blaðið fór að renna upp fyrir mér ljós. Ég las blaðið í hádeginu! Stundum er maður nú meiri sauðurinn...

06 september 2004

Jæja þá er maður byrjaður aftur í skólanum. Það er óneitanlega skrýtin tilfinning að vera að koma sér af stað aftur en mér líst nú samt bara vel á þetta. Ég er ennþá að bíða eftir bókarlistum á kjörsviðinu mínu en ég vona að mér takist að leysa bókarmálin á sem ódýrastan máta.

Seinnipartur seinustu viku og síðasta helgi var alveg undirlögð af málningarvinnu. Ég málaði stofuna og herbergið mitt og verður að segjast eins og er að þetta kemur bara ljómandi vel út. Ég er alveg öfga fegin að ég dreif í þessu, íbúðin er orðin allt önnur. Ótrúlegt hvað litlar breytingar skipta miklu máli. Núna er stefnan sett á innflutningspartý þann 18. september - það má því alveg taka kvöldið frá ;)

Annars er nú mest lítið að frétta af þessum bænum. Það var fínt á ástarvikuballinu en ég fór nú bara snemma heim. Það var orðið ískyggilega mikið af börnum á ballinu sem ég kenndi og mér leist ekki alveg á að fara að djamma með þeim. En það var gaman að þessu. Maturinn var góður og andrúmsloftið skemmtilegt. Það er bara vonandi að þetta verði árlegur viðburður því þetta hefur svo sannarlega vakið athygli á Bolungarvík á ótrúlegustu stöðum og það er aldrei nóg af jákvæðri athygli.

30 ágúst 2004

Kristinn Breki er 5 ára í dag. Til hamingju með daginn elskan mín!!

27 ágúst 2004

Jæja, það er naumast hvað tíminn líður. Ég fór vestur á síðustu helgi. Fékk far báðar leiðir hjá pabba og Elsu. Það var bara rólegheita ferð. Kíkti aðeins í partý til Jóns Atla þar sem sumir voru fyllri en aðrir.. Segjum ekki meira um það - en minnz fór bara snemma heim, var ekki alveg í djamm gírnum. Ég er svo að fara aftur vestur á morgun, núna með mömmu. Það á að ljúka ástarvikunni sem er búin að vera heima með mat og balli í félagsheimilinu. Við mamma ætlum barasta að skella okkur þó svo að við séum ekkert á leiðinni að fjölga Bolvíkingum! Amma ætlar að koma með og þetta verður eflaust fínasta skemmtun. Þetta er samt algjör skottúr, við förum vestur með seinni vél á morgun og suður með fyrri vél á sunnudaginn. Þá er afmæli hjá Kristni Breka og það er náttla alveg bannað að missa af því. En pleh, ætla að drífa mig - gleðilega ástarviku allir saman!!

19 ágúst 2004

Svakalega var þetta magnaður leikur í gær. Stemninginn var alveg frábær á pöllunum og ekki spillti veðrið fyrir. Við Ása vorum bara á bolunum allan leikinn. Þetta var skemmtun fyrir allan peninginn. Ég hringdi út í Rögga bró þegar bæði mörkin voru skoruð. Hann beið spenntur eftir úrslitunum enda búinn að veðja við einhverja Ítali þarna úti um úrslitin. Veðmálið snerist um þrif á eldhúsinu í einhvern ákveðinn tíma. Mér fannst þetta nú hálfglatað veðmál hjá bróður mínum fyrir leik en hann veðjaði aldeilis á réttan hest og þarf ekki að þrífa eldhúsið hjá sér á næstunni.

Eina kommentið sem ég hef á KSÍ - og svo sem önnur íþróttafélög - hvað er málið með þessa eldgömlu danstónlist sem er alltaf í gangi á leikjum?? Hey baby lagið var orðið þreytt þegar ég vann á Kaffi Reykjavík fyrir 3 árum. Updata diskana hjá sér!!! Þó svo það sé ekki nema einu sinni á ári... Annars hefði mátt láta eitthvað af hljómsveitunum sem spiluðu fyrir leik taka eitt, tvö lög í hálfleik, það hefði bara bætt stemninguna og hlíft manni frá aldagamalli danstónlist.

En maður á ekki að kvarta mikið eftir svona leiki. Það er lítið hægt að segja nema ÁFRAM ÍSLAND!!

Hann karl faðir minn á afmæli í dag. Til hamingju með daginn pabbi, hafðu það gott í dag :)

17 ágúst 2004

Ég ákvað að skjótast aðeins upp í Mosó um kvöldmatarleytið á sunnudaginn. Ætlaði að tékka á Rakel og sjá hvernig hún hefði það. Þegar ég var komin upp á Vesturlandsveg runnu á mig tvær grímur. Umferðin inn í Reykjavík silaðist áfram og það var bíl við bíl svo langt sem augað eygði. Með fullri virðingu fyrir þeim sem berjast fyrir breikkun Reykjanesbrautar verð ég að viðurkenna að ég skil ekki af hverju kaflinn frá Kjalarnesi og inn í Reykjavík var ekki á undan. Umferðin á Vesturlandsveginum er helmingi meiri en á Reykjanesbrautinni og auk þess er slysatíðnin helmingi hærri. Á sumrin dettur manni ekki til hugar að skjótast til mömmu í Mosó seinnipart á föstudegi því maður er heila eilífð á leiðinni. Það sama má segja um seinnipart sunnudaga - ekki nema maður ætli að stoppa góða stund í Mosó og bíða af sér umferðina. Vissulega hafa orðið stærri slys á Reykjanesbrautinni undanfarið en það er bara guðs mildi að það hafi ekki gerst á Vesturlandsveginum. Spurning hvað þarf mikið að gerast áður en ráðamenn vakna til lífsins og fara að gera eitthvað af viti í þessum málum. Það var allavegana gaman að sjá Ómar Ragnarsson vekja athygli á þessari umferðarteppu sem varð á sunnudaginn í fréttunum í gær því venjulega fer umferðin þarna afar hljótt.

En að öðru, ég datt inn í skemmtilega fræðslumynd á RÚV í gærkvöldi um breytingar sem gætu orðið á veðurfari heimsins ef golfstraumurinn hættir að ganga. Virkilega fræðandi og góð mynd sem hræddi mann þó verður að segjast. Margir vinir mínir kvarta jafnan undan dagskrá RÚV en ég verð að viðurkenna að ég lærði að meta hana fyrir vestan þegar ég hafði ekki aðgang að annarri sjónvarpsstöð. Það er margt skemmtilegt í boði á RÚV og meira um áhugaverðar heimildamyndir en á öðrum stöðvum. Á sunnudagskvöldið var t.d. góð mynd um skuggahliðar netsins og hvernig börn virðast oft á tíðum kunna betur á það en foreldrarnir. Virkilega þarft innlegg í umræðuna um þessi mál. Sérstaklega sá punktur sem var stór í myndinni að ábyrgðin væri fyrst og fremst foreldranna en ekki skólans þrátt fyrir að samstarf þessara aðila sé alltaf nauðsynlegt. En allavegana, prófið að horfa á RÚV - hún er ekki eins leiðinleg og margir vilja láta!

Ég fagnaði líka frétt að vestan í fréttum RÚV þar sem kom fram að það hefði aðeins rignt tvisvar þar í sumar. Góður rökstuðningur fyrir því af hverju ég blóta helv..... rigningunni hérna fyrir sunnan alltaf jafn mikið...

16 ágúst 2004

Það var ekki lítið gaman á Vinum vors og blóma á föstudaginn. Við bókstaflega dönsuðum af okkur rassinn og það var hægt að vinda hverja flík sem við vorum í þegar við komum út. Ég sé ekkert eftir því að hafa drifið mig á ballið þrátt fyrir að hafa þurft að mæta í vinnu á laugardagsmorgninum.

Á laugardaginn langaði Kristni Breka að djamma í góða veðrinu svo við drifum okkur í bæinn og gáfum öndunum brauð og settumst á kaffihús og skoðuðum blæjubíla. Það var nóg af þeim í bænum í svona góðu veðri. Í vetur fórum við oft á kaffihús og fengum okkur heitt súkkulaði og það má náttla ekki breyta út af vananum þó svo það hafi verið um 20 stiga hiti. Ég fékk hann þó ofan af því að lokum og hann fékk að panta sér samloku og franskar í staðin.

Allt þetta djamm tók á gömlu konuna og ég fór bara snemma að sofa á laugardagskvöldið. Á sunnudaginn var formúla - hrmpfff.. tölum ekki um það! - og dugnaðarforkurinn ég þreif íbúðina. Enda löngu komin tími til.. Njáll kom svo í bæinn í gærkvöldi eftir að hafa verið hjá pabba sínum upp á hálendi í 2 vikur og fékk að gista. Ég skutlaði honum svo í rútuna í morgun. Bara gaman að fá svona heimsókn þó svo hún hafi verið stutt.

Á miðvikudaginn er það svo Ísland-Ítalía, ég er barasta farin að hlakka til að fara á leikinn. Held að þetta verði öfga gaman :)

13 ágúst 2004

Jæja, er ekki best að nota föstudaginn 13. til að blogga aðeins! Ég hef nú ekki alveg verið að nenna þessu undan farið. En svona fyrir ,,gömlu" frænkurnar og þá sem lesa þetta til að fylgjast með þá ætla ég aðeins að renna yfir hvað ég hef verið að bralla.

Um verslunarmannahelgina var ég í London með Rakel. Ég fór til Bournemouth 28. júlí og við komum heim seint 1. ágúst. Það var gaman að koma til London en ég var ekki eins hrifin af Bournemouth. Mér fannst bærinn hálf skítugur og fullur af fullum Bretum í sumarfríi. Fullir Íslendingar hvað segir maður bara eftir þessa heimsókn. Í London skoðuðum við það sem við komumst yfir á svona stuttum tíma. Fórum í skoðunarferð um borgina á opnum tveggja hæða strætó. Maður gat hoppað í og úr að vild. Við fórum úr á Trafalgar Square og fengum okkur að borða en ákváðum að láta frekar skoðunarferðir bíða næstu ferðar. Veðrið var frábært allan tíman, sól og 30 stiga hiti og í það heitasta að sitja í strætó í 4 tíma, þó svo að maður væri úti.

Á fimmtudaginum fékk ég hringingu úr Eyjum þar sem ég var beðin um að skella mér í dallinn og beint til Eyja. Minnz var að labba meðfram ströndinni á Bournemouth en mig langaði til að gráta. Var alveg orðin þjóðhátíðarveik. Eeeen, þjóðhátíð 2005 verður bara meiri snilld fyrir vikið!!

Maður hefur svo bara verið að taka lífinu rólega í góða veðrinu. Fékk frí eftir hádegi á þriðjudaginn. Þá fór ég með Kidda í Húsdýragarðinn, við vorum þar í 2 tíma og ég var orðin illa steikt þegar ég kom heim. Þá var farið beint í að hjálpa til við að þrífa Rögga íbúð og ganga frá en hann fór út á miðvikudagsmorguninn. Rakel er flutt í hans íbúð og fyrstu dagarnir hafa bara gengið vel hjá henni.

Annars er það bara sama rútínan, sund og vinna og svo fer gamla konan alltaf snemma að sofa á kvöldin. Í kvöld ætlum við Agnes að skella okkur á Vini vors og blóma á Nasa. Þeir voru uppáhalds hljómsveitin mín þegar ég var í 10. bekk þannig að þetta verður smá nostalgía. við nennum reyndar ekki að djamma og ætlum bara að vera edrú en þar sem þetta er möst að sjá þá ákváðum við að skella okkur samt.

23 júlí 2004

Ég komst að því í vikunni að það er lagður margvíslegur skilningur í orðið tillitssemi. Ritstjóri Séð og heyrt telur t.d. að það sé tillitssemi að láta fólk vita áður en fréttir úr einkalífi þess eru birtar á forsíðu blaðsins. Það skiptir þó ekki máli hvað fólki finnst um birtinguna en það hlýtur að vera í lagi fyrst það er látið vita fyrst! Þetta eru ein lélegustu rök sem ég hef heyrt fyrir því að birta fréttir úr einkalífi fólks. Rétturinn til tjáningarfrelsis getur aldrei verið sterkari en réttur fólks á einkalífi. Við getum aldrei haft ótakmarkaðan rétt til að gera það sem við viljum, það hlýtur alltaf að takmarkast af því hvort það skerði frelsi annarra. 



 

20 júlí 2004

Jahá, skjótt skiptast veður í lofti, það er ekki hægt að segja annað.  Haldiði að mín sé ekki bara á leiðinni til London í næstu viku! Rakel er orðin leið í útlandinu og stóra systir ætlar að fara að sækja hana í skólann. Hún á að klára í næstu viku þannig að hún klárar skólann og svo eigum við systurnar 2 daga í London áður en við förum heim. Það ætti að verða gaman hjá okkur! Dagurinn er búin að fara í ýmsar reddingar, ma. á vegabréfi því að sveitalubbinn ég á ekkert svoleiðis. Fyrir það þurfti að borga litlar 9200 kr!! Frekar dýrt dæmi að fara svona skyndilega til útlanda. Annars var ég heppin með verð á fluginu og þá er bara eftir að redda gistingu, 2 nætur í London og 2 í Bournemouth þar sem Rakel er. Þetta reddast örugglega allt - um að gera að hafa gaman af þessu.
 
Þá er allavegana alveg pottþétt að ég verð ekki heima hjá mér vælandi yfir að vera ekki á Þjóðhátíð. Við lendum á brekkusöngstíma á sunnudagskvöldið og það verður ekki kveikt á símanum fyrr en eftir miðnætti - enda er alveg bannað að hringja með beina útsendingu frá brekkusöngnum!!!!!

19 júlí 2004

Daníel frændi minn varð 9 ára á laugardaginn. Hann er núna staddur á fjöllum hjá pabba sínum. Til hamingju með daginn elskan mín, vonandi hefurðu það gott í óbyggðunum ;)

Jæja, það er naumast að maður er blogglatur þessar vikurnar. Ég er mikið búin að taka lífinu rólega í sumar og það lítur út fyrir að svo verði áfram. Kristinn Breki gisti hjá mér á föstudaginn. Það var mikið stuð á púkanum í ,,partýinu" og var hann mun hressari en gestgjafinn þegar líða tók á kvöldið. Eitthvað voru farnar að renna á hann tvær grímur í hádeginu á laugardaginn þegar við fengum okkur rúnt niður í bæ og hann vildi bara fara heim til mömmu. Ég vona þó að hann jafni sig greyið og komi aftur í heimsókn til frænku sinnar.
 
Þegar ég var búin að skila púkanum skellti ég mér í smá fjallgöngu með mömmu í góða veðrinu. Við löbbuðum á Úlfarsfellið (sem er við Mosó fyrir þá sem það ekki vita). Þetta var ágætis göngutúr bara. Þetta er nú ekki hátt, um 200 metrar held ég - enda er þetta fell en ekki fjall! En maður má víst monta sig á að hafa labbað þetta ;)
 
Það var svo íslenskur matur fyrir Spánverjana hjá mömmu um kvöldið og síðan var djammað heima hjá mér og haldið svo í bæinn. Þar var stappað af fólki enda veðrið gott. Ég lét mig bara hverfa snemma en liðið tók hins vegar seinasta djammið á Íslandi með stæl og var í bænum til að ganga 8. Minnz er orðinn of gamall fyrir svona ;) Spánverjarnir létu vel af dvölinni og voru afskaplega hrifnir af Vestfjörðunum og henni ömmu gömlu. Maður þarf svo bara að skella sér til Madridar og læra spænsku og heimsækja gaurana!
 
Rakel er búin að vera í Englandi í 2 vikur núna og á tæpar 2 vikur eftir í enskuskólanum. Þetta er allt búið að ganga að óskum og hún lætur vel af sér. Röggi fer svo út til Finnlands eftir 3 vikur og þá flytur Rakel að heiman þannig að það eru miklar breytingar á hótel mömmu þessar vikurnar.
 
Jæja, þá er best að halda á með vinnuna áður en bossinn brjálast, later.
 
 

14 júlí 2004

Jæja, þá er það komið á hreint að minnz fer ekki á Þjóðhátíð í ár. Í fyrsta skipti síðan 1998 sem það gerist. Ég er alveg viss um að veðrið verður alveg brjálað í ár og ekkert gaman. Ég er búin að heyra lagið og það er frekar ömurlegt - mér til mikillar gleði. Ég er reyndar ekki komin með neinn þjóðhátíðarfiðring ennþá en hann kemur sjálfsagt þegar nær líður. Þjóðhátíðin 2005 verður hins vegar tekin með stæl ;)

Biggi var að spá í því á síðunni sinni hvort það þýddi eitthvað fyrir fyrrverandi maka þegar nýr maki væri kominn í spilið. Hvort það væri hrós fyrir hann ef nýji gæjinn væri ljótur o.s.frv. Ég kommentaði þar á að ég héldi að nýjir makar kæmu þeim fyrrverandi ekkert við. Málið væri bara að samgleðjast sínum fyrrverandi með að vera kominn með nýjan.

Ég fékk hins vegar nafnlaus skot um biturleika. Ég vil því taka fram að það er engin biturleiki af minni hálfu út í neinn af mínum fyrrverandi gæjum. Þeir eru bara það síðasta sem ég hugsa um þegar ég er að slá mér upp með nýjum gæja - annað held ég að væri óeðlilegt. Mér þykir vænt um þá alla og óska þeim velfarnaðar í sínu lífi - and that´s it.

Þú átt hins vegar spes stað Biggi minn - þú ert sá eini sem ég hef getað rifist um pólitík við ;) Ég er alveg viss um að þú nærð þér í eina danska úti - og þá verð ég náttla að fá allan samanburð við mig um stærðarhlutföll ;) hehe

12 júlí 2004

Jæja, það er kannski kominn tími á smá blogg. Síðasta vika var bara róleg. Það sem er kannski helst fréttnæmast er að við Agga héldum áfram að synda aðra vikuna í röð og við stefnum að sjálfsögðu á að halda dugnaðinum áfram. Á föstudaginn fórum við með Valdimar (mentorbarn) og Kidda í sund í góða veðrinu. Kíktum svo á Sólon og fengum okkur að borða. Svo var sötrað hvítvín á pallinum hjá Öggu frameftir kvöldi. Við kíktum aðeins í bæinn en þetta voru bara rólegheit og ég var komin heim í fyrra fallinu.

Á laugardaginn komu Spánverjarnir í heimsókn til bróður míns. Þeir komu í heimsókn til mín og við fórum með þá í bæinn að skoða mannlífið. Við enduðum á Gauknum þar sem Írafár var að spila. Ekta íslensk stemning og strákarnir voru hrifnir. Röggi fór með þá vestur í gær og ætlar að sýna þeim Vestfirðina. Þeir eru víst mjög hrifnir og búnir að mynda hverja þúfu.

Silverstone var á helginni og ég segi bara VIVA McLAREN!! Lang skemmtilegasta keppni ársins til þessa. Það er svo bara að sjá hvort að Hakkinen sé að koma aftur - það skyldi þó aldrei vera að maður fengi að sjá Hakkinen og Raikkonen keyra saman...

09 júlí 2004

Pétur Marel er 25 ára í dag. Til hamingju með daginn! Ég veit að þú hefur það öfga gott í sólinni á Spáni með diet kókið *hóst*bjórinn*hóst* í hönd ;)

05 júlí 2004

Hvurn andsk... er ég eiginlega búin að gera.. Kann einhver að laga stærðina á fontinum??


Which O.C. Character Are You? Find out @ She's Crafty

Jahá, ég er Ryan í OC.. Get ég ekki bara verið sátt við það þó svo að ég sé stelpa? :-/

01 júlí 2004

Er ekki einhver til í að koma með mér á 50cent??

Við Agga erum orðnar upprennandi sunddrottningar. Erum búnar að mæta í laugarnar klukkan 7 þrisvar í þessari viku. Planið er að synda fyrir vinnu þrisvar í viku og reyna að fara einu sinni á helgum. Ef fólk heldur að það eigi eitthvað í að synda með okkur þá er því velkomið að fljóta með ;)

Þetta breytir hins vegar venjum manns og núna er lang best að vera kominn upp í rúm ekki seinna en 10 á kvöldin. Þá hefur verið að koma upp soldið vandamál hjá mér. Konan í íbúðinni fyrir neðan mig horfir mikið á sjónvarpið og hlustar á útvarpið á þeim tíma kvölds og ég held að hún heyri eitthvað illa. Allavegana er þetta allt nógu hátt stillt hjá henni og ég á oft erfitt með að sofna - ekki út af partýtónlist, heldur út af endurteknu Kastljósi eða Lífsauganu hans Þórhalls.

Ég hélt að ég væri flutt í rólegheita stigagang dauðans - þar sem 90% íbúanna er yfir fimmtugu (og þá aðallega yfir 75). En ég hefði nú mátt segja mér það sjálf eftir alla mína elliheimilis vinnu að háum aldri fylgir skert heyrn.. Það er ein á annarri hæðinni sem hlustar á skáldsögur á kassettum á hæsta styrk og ég hef alltaf þakkað mínum sæla að búa ekki á þeirri hæð.

Konan fyrir neðan mig er nefnilegast ekkert svo gömul, kannski farin að nálgast sextugt. Þetta hefur ekki verið mál fyrr en núna að hún stilli allt svona hátt. Ég ætti kannski að benda henni á að fara í heyrnarmælingu?

Ég er komin með algjört ógeð á umræðunni um fjölmiðlalögin og forsetakosningarnar. Það er algjörlega búið að nauðga þessum málefnum í fjölmiðlum og sorglega fáir aðilar eru að tjá sig um þetta á málefnalegan hátt. Ég slekk á sjónvarpinu og útvarpinu þegar það er byrjað að fjalla um þetta. Ég ætla mér því ekki að tjá mig um stjórnmál á þessari síðu fyrr en í haust - fyrir utan eftirfarandi atriði:

Ég ætla að vona að íslenskum stjórnvöldum detti ekki til hugar að hafa ekki utankjörfundaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Þá fyrst verð ég brjáluð og mun ég þá gera mér sérstaka ferð til Bolungarvíkur til að fá útrás fyrir gremju mína gagnvart þessu liði og kjósa gegn lögunum. Og hana nú!

30 júní 2004

Það er mikið um afmæli þessa dagana.

Njáll varð 14 ára í gær. Til hamingju með daginn elskan mín. Vonandi hafðirðu það öfga gott!

Hrafnhildur er svo 25 ára í dag. Til hamingju með daginn - hafðu það öfga gott í dag :)

29 júní 2004

Undur og stórmerki gerðust í morgun. Agga ræsti mig klukkan 7 og við skelltum okkur í Árbæjarlaugina að synda fyrir vinnu. Tímasetningin var reyndar aðeins off hjá okkur og ég var soldið sein í vinnuna en við bætum úr því næst. Stefnan er sett á Árbæjarlaugina klukkan 7 í fyrramálið, er einhver með okkur í sund? ;)

28 júní 2004

Minnz er bara þreyttur. Það ætti að banna að láta mæta í vinnu fyrir hádegi á mánudögum. Helgin var bara nokkuð róleg hjá mér. Á föstudaginn fór ég í göngutúr með mömmu og svo bara snemma í háttinn. Laugardagurinn fór nánast allur í þrif, bæði á sameigninni og íbúðinni. Ég lagðist svo í afslöppun yfir boltanum og kíkti svo aðeins út á lífið með Öggu um kvöldið. Við höfum bara sjaldan farið á jafn rólegt og ódýrt djamm saman. En það var gaman :)

Í gær var ég bara í leti - enda búin að öllu sem þurfti að gera. Það er reyndar kominn tími á að þrífa bílinn - sem er nú ekki mín sterkasta hlið. Kannski ég plati einhvern til að hjálpa mér við það á næstunni..

25 júní 2004

Þetta var nú meiri leikurinn í gær. Ég verð að viðurkenna að ég var að vona að Englendingarnir myndu merja þetta en Portúgalarnir áttu þetta samt fyllilega skilið. Tími Englendinga á stórmóti er greinilega ekki kominn ennþá.

Annars hefur vikan nú bara verið róleg. Ég hef setið heima og horft á EM og saumað út yfir leikjunum. Kláraði allan krosssauminn í gær og á því bara eftir að setja inn útlínurnar og þá er myndin tilbúin. Bara gaman að því. Þá fer maður að leita að mynd til að sauma fyrir Arnar Pál. Helgin verður eflaust bara róleg aftur. Agnes er að fara á færeyska daga í Ólafsvík, ég nennti ekki með. Tveggja daga fyllerí var einhvern vegin ekkert að heilla mig - ellimerki?

Það eru meira að segja komnir bakþankar með þjóðhátíðina. Ég ákveð það eftir helgi hvort ég borga miðann í dallinn eða ekki. Kiddi og Hildur eru líka tvístígandi, ætla kannski bara að koma upp á land, en mér heyrist á Pétri og Geira að þeir ætli. Kannski maður fari bara á sunnudeginum eða eitthvað.. Það kemur bara í ljós.

Hversu heimskt getur fólk eiginlega verið.....

24 júní 2004

Já, ég held að það vorkenni ekki margir Ítölunum....

23 júní 2004

Hver sér um þrif á kaffistofunni á þínum vinnustað??

Hérna á höfðanum á ekki að vera neinn í því starfi og ætlast er til þess að fólk gangi frá eftir sig sjálft og haldi kaffistofunni skikkanlegri. Það þarf kannski ekki að taka það fram að það gera það fæstir. Uppvaskið venjulega hleðst upp, ruslið yfirfyllist og liðið meira að segja bíður eftir því að einver annar lagi kaffi fyrir það. Nýjast hjá þeim er að raða könnunum sínum upp í röð við hliðina á kaffivélinni - án þess þó að nokkrum detti í hug að setja hana af stað.

Mér finnst þetta alveg ótrúlegur sóðaskapur og síðan ég byrjaði hérna allan daginn hef ég alltaf vaskað upp í hádeginu, skipt um rusl og gengið aðeins frá. Náttla það besta sem fyrir sóðana gat komið! En af hverju gengur fólk svona illa um? Er fólki bara orðið sama um allt í kringum sig og treystir á að aðrir þrífi upp eftir sig??

Ég sannfærist alltaf meira og meira um það að fólk er fífl!!

22 júní 2004

Jæja, þá er maður búinn að kjósa og koma atkvæðinu af stað vestur. Ég held ég geti sagt að ég hafi kosið skásta kostinn af þremur slæmum. Ákvað að það borgaði sig ekki að skila auðu. Mér finnst líka að forsetinn eigi að hafa málskotsrétt og ákvað því að styðja grísinn. Ég skil ekki alveg þau rök að forsetinn eigi ekki að vera pólitískur. Hefur hann ekki alltaf verið það upp að vissu marki? Frambjóðendur hafa í gegnum tíðina alltaf verið eyrnamerktir ákveðnum stjórnmálaflokkum, Pétur Kr. Hafstein var t.d. frambjóðandi íhaldsins 1996. Ég vil ekki hafa neina puntudúkku á Bessastöðum og þó svo ég væri svo sem kát með að sjá annan en Ólaf Ragnar þar þá er hann að gera margar þarfar breytingar á embættinu.

Með málskotsréttinn þá má samt alveg breyta formi hans í stjórnarskránni þannig að fleiri aðilar en forsetinn hafi þennan rétt. Mér líst vel á að hafa þetta líkt og í Danmörku þar sem ákveðinn fjöldi þingmanna getur knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um viss málefni. Ég held að það sé engum til ama að þessi réttur sé í stjórnarskrá á sem fjölbreyttastan máta - á meðan hann er ekki misnotaður. Við verðum að hafa einhvern varnagla til þess að þingið ofmetnist ekki í völdum sínum og það má ekki bjóða upp á þær aðstæður að einhverjir herrar á þinginu geti tekið allt löggjafarvaldið í sínar hendur. Það er staðan núna og það er engin trygging fyrir því að það skapist ekki svipað ástand í samfélaginu seinna meir (hver svo sem er í stjórn) ef ekki er skýr málskotsréttur í stjórnarskrá.

Umræðurnar um þessi mál eru því miður oft á fremur lágu plani og einkennast af hálf gerðum sandkassaleik. Davíð og Ólafur Ragnar hafa báðir dottið í þá gryfju gagnvart hvor öðrum. Það þarf að færa þær á hærra plan. Þetta á ekki að snúast um Davíð og Ólaf heldur hvernig fólk vill sjá lýðræðið virka í framtíðinni.

18 júní 2004

Ég lenti í soldið furðulegum aðstæðum á miðvikudagskvöldið. Það var smá rauðvínsteiti heima hjá mömmu fyrir vinnufélagana. Voða gaman og allt það nema að Ægir kvartar við mömmu að ég sé að áreita hann og Þórð kynferðislega af því að ég klæði mig alltaf í svo þröng föt. Hann vildi því óska eftir því að mamma léti mig vera í víðum mussum í vinnunni... Ég skil það ekki alveg, ég er aldrei í magabolum og sjaldan í einhverju flegnu og eiginlega aldrei í pilsi - mér finnst ég vera bara í ósköp venjulegum fötum.. En hvað segir fólk um þetta? Er þetta kynferðisleg áreitni? Má ég ekki klæða mig eins og mér finnst flott???

Jæja, þá er aftur að koma helgi. Það er naumast hvað tíminn líður hratt. Maður verður byrjaður aftur í skólanum áður en maður veit af. Ég fór í bæinn í gær með Dagnýju og fjölskyldu. Ég hugsa að það verði ekki endurtekið að ári. Ekki beint það skemmtilegasta að troðast í mannþrönginni og þurfa að bíða í röð ef maður ætlar að gera eitthvað. Kiddi greyið fór alveg í baklás yfir öllu fólkinu held ég bara. Arnar Páll svaf hins vegar á sínu græna þrátt fyrir öll lætin. Hann vaknaði nú samt aðeins til að brosa fyrir frænku sína - hinn eldri sagði hins vegar bara að hún væri með stóran rass. Maður þarf víst að passa hvað maður lætur út úr sér í nálægð við litla púka...

Þegar ég kom heim frá mömmu í gærkvöldi mætti ég Valdimari mentorbarni í Bólstaðarhlíðinni. Hann vildi endilega fá mig í heimsókn svo ég kíkti aðeins þangað. Átti þar ágætis spjall við mömmu hans og bróður - en Valdimar hafði náttla enga einbeitingu í að sitja undir svona spjalli og var fljótur út að leika aftur.

Ég ætla að fá að skjótast úr vinnunni á eftir til að kjósa í forsetakosningunum. Ég var að fatta það að ég þarf víst að gera það sem fyrst. Valið stendur á milli að kjósa Ólaf Ragnar eða skila auðu. Ég er ekki alveg búin að gera upp við mig hvað ég geri. Kemur í ljós í kjörklefanum. Þarf svo að koma atkvæðinu vestur - spurning hvort að pabbi verði á ferðinni í næstu viku.

Annars hefur vikan bara verið róleg. Ég hef reynt að fylgjast með EM eftir mætti. Horfði á Svíana vinna glæsilega en rétt náði að sjá lokin á leik Ítala og Dana. Það er svo formúla á helginni þannig að það er nóg að horfa á í imbanum. Annars ætla ég bara að vera róleg, verð að hjálpa Öggu Pöggu að flytja.

14 júní 2004

Eitt sem ég gleymdi - það átti að draga mig á djammið á laugardagskvöldið en um miðjan dag fékk ég sms; djamminu er frestað í kvöld vegna veðurs. Ég leit nú út um gluggann til að athuga hvort það væri komin einhver stórhríð en svo reyndist nú ekki vera. Það var bara hefðbundið Reykjavíkurveður - rok og rigning - úti. Ása og Anna Þóra verða hér eftir uppnefndar Pappírs Pésar! Það er náttla óþarfi að taka fram að í borg óttans, þar sem veðrið breytist á klukkutíma fresti, var komið hið fínasta veður um kvöldið. Djamminu frestað vegna veðurs.... Fuss og svei segi ég bara!


(ekki það að ég hafi verið í djammgírnum - en þá nennir maður bara ekki út, frestar ekki djammi vegna veðurs!)

Jæja, þetta var nú meiri rólegheita helgin. Ég fór í bíó með Öggu og Agnesi á föstudagskvöldið. Við sáum Harry Potter að sjálfsögðu. Ég var ekkert yfir mig hrifin af myndinni, mér fannst óþarfi að skálda inn í atburðarrásina og svo fannst mér vanta ákveðin atriði sem auðveldlega hefði verið hægt að hafa í samræmi við bókina. Þessi mynd náði allavegana síst minni upplifun af bókunum. Emma Thompson var hins vegar frábær sem prófessor Trelawney. Nýr Dumbledore var samt engan vegin að gera sig, náði ekki sama valdmannslega brag og hinn gamli. Ég held líka að það geti verið erfitt fyrir þá sem ekki hafa lesið bókina að fatta allt í myndinni, söguþráðurinn byggir á því að fólk þekki bókina. Það pirraði mig soldið að mikið af samtölunum var beint upp úr bókinni en atburðarrásinni í kringum þau oft breytt óþarflega mikið. Þetta er samt must mynd að sjá en það er ástæða fyrir því að ég hef lítinn áhuga á að eiga Harry Potter myndirnar...

Á laugardaginn kíktum við Agnes í Ikea og puntuðum aðeins heima hjá okkur. Ég var svo að hjálpa Öggu Pöggu að mála nýju íbúðina. Við erum snilldar málarar!

Í gær var bara legið í leti. Horft á formúlu (pleh, won´t go there, minnz kláraði allavegana og það í stigasæti!) og snilldar leik á EM. Maður hálf vorkenndi Englendingunum eftir að hafa verið miklu betri aðilinn allan leikinn að tapa þessu svona. En þeir kláruðu ekki allan leikinn, héldu að þetta væri búið eftir 90 mínúturnar. Ég fór svo snemma upp í rúm og lá límd yfir The Da Vinci Code. Öfga spennandi bók - mæli með henni!!

11 júní 2004

Minnz er barasta orðinn gamall. Ég er alveg hreint búin að vera að kálast í bakinu þessa vikuna. Hef varla getað gengið og læti. Fór í nudd til Mæju í gær og er svona aðeins að koma til. Ætla allavegana að reyna að vera dugleg að hjálpa Öggu og Halldóri í nýju íbúðinni yfir helgina. Ég beilaði á þeim á miðvikudaginn og í gær því ég bara var að deyja í bakinu. Uss, ég held ég fari bara að leggjast í kör, ég er að fá hrukkur í kringum augun, alzheimer light og bakið að gefa sig!

09 júní 2004

Á laugardaginn leitaði ég út um allt að svörtu flíspeysunni minni. Ætlaði að vera í henni innan undir jakkanum um kvöldið því það var frekar kalt úti. Ég leitaði bókstaflega út um allt heima hjá pabba og skildi hreinlega ekkert í því hvað hafði orðið af peysunni, taldi mig muna nákvæmlega að ég hefði pakkað henni niður. Hefði meira að segja ætlað í henni út á föstudagskvöldið. Það er skemmst frá því að segja að þegar ég kom suður og var að ganga frá fötunum mínum fann ég peysuna hangandi inn í skáp. Ég hafði víst hætt við að taka hana með... Svona er maður sniðugur...

07 júní 2004

Jæja, þá er minnz kominn til byggða eftir alveg frábæra helgi fyrir vestan. Föstudagskvöldið var bara rólegt, ég kíkti með Hrafnhildi á rúntinn og fékk update á bæjarlífinu. Á laugardaginn vaknaði ég snemma og sótti Jóa, Badda og félaga þeirra inn á völl. Þeir voru að keppa í fótbolta við Víkarana og Ísfirðingana á helginni. Við fórum á seinni hálfleik og svo beint niðrá bryggju að horfa á hátíðahöldin. Mér fannst þetta hálf slappt eitthvað, lítil þátttaka í tunnuhlaupinu og því. Mér fannst heldur ekki við hæfi að sjá fólk fá sér í glas þarna. Ég fór svo í sund og flatmagaði í nuddpottinum langa lengi. Amma var svo búin að elda fyrir mig fiskibollur - nammi namm!! Langt síðan ég hef fengið svoleiðis!

Um kvöldið sótti ég strákana og sýndi þeim bæjarlífið í Bolungarvík. Ég held að þetta hafi verið soldið menningarsjokk fyrir þá en þeir skemmtu sér konunglega á ballinu. Bara gaman að því. Ég var víst ekki svakalega góður gestgjafi, þurfti að heilsa upp á svo marga - en það sýnir líka hvernig lífið er öðruvísi á svona litlum stað. Ég nennti svo ekki í messu á sjómannadaginn en fór í kaffið og á ljósmyndasýninguna. Mæli alveg með henni ef fólk á leið um víkina í sumar. Það var gaman að skoða myndir af mannlífinu heima í gegnum tíðina - sérstaklega fannst mér gaman að sjá myndir af Hafnargötunni og hvernig allt var einu sinni.

Í gærkvöldi fórum við amma í heimsókn til Dísu og Péturs. Þau eru alltaf jafn yndisleg og gott að koma til þeirra. Ég fékk að kíkja aðeins upp á 15 í gömlu íbúðina mína. Þar er búið að parketleggja og gera allt fínt. Það var soldið skrýtið að koma þangað aftur, fékk smá nostalgíu, verð að viðurkenna það. Ég kíkti svo á rúntinn með Hrafnhildi og var komin allt of seint heim náttúrulega. Kom svo bara suður núna í morgun. Frábært að fljúga - annað en á föstudaginn.

Annars verður nóg að gera næstu daga og vikur. Er að fara á Harry Potter í kvöld með Öggu og Agnesi. Agga Pagga er svo að fara að flytja og ég verð næstu kvöld að hjálpa henni að pakka niður. Svo þarf að þrífa nýju íbúðina og taka allt í gegn og ég ætla að hjálpa til við það líka.

Annars eru allar einkunnir komnar inn. Ég fékk 7,5 í síðasta prófinu - námskrárfræði og námsmat. Er bara ánægð með það. Hefði viljað gera betur en ég held ég geti bara verið sátt miðað við hvað ég hafði lítinn tíma fyrir skólann í vetur.

03 júní 2004

Minnz er að fara vestur á morgun. Pabbi bauð mér vestur svo ég gæti haldið sjómannadaginn hátíðlegan í heimahögunum. Jói vinur minn er að fara vestur á helginni til að keppa í fótbolta og það verður gaman að sýna honum bolvíska menningu! Eins gott að það verði nóg af sætum stelpum á ballinu fyrir hann og fótboltaliðið! :p

02 júní 2004

Ja há. Þá hefur forsetinn gefið það út að hann muni ekki staðfesta fjölmiðlalögin. Það verður afar forvitnilegt að fylgjast með atburðarásinni næstu daga. Mér fannst yfirlýsingin hans góð og skilmerkileg. Það er bara vonandi að ráðamenn taki á þessu máli af skynsemi og að umræðan um lög af þessu tagi sem og um vinnubrögð þingsins verði málefnaleg.

Hún Ása Gunnur er 23 ára í dag. Til hamingju með daginn skvís! Hafðu það öfga gott í dag :)

31 maí 2004

Minnz er barasta hálf þreyttur eftir helgina. Á föstudaginn var venjubundin ferð í Mosó að horfa á Friends. Það verður skrýtið þegar þessi sería klárast, aldrei meira Friends. Maður á þó eftir að sanka að sér þáttunum á DVD held ég og lifa á þessu lengi.

Á laugardaginn var ég að þvælast aðeins með Rakel. Hún ætlar að prjóna peysu á mig og við fórum og keyptum garn og svona. Um kvöldið var reunion hjá Kvennóárgangnum mínum. Á laugardaginn voru akkúrat 5 ár síðan við kláruðum stúdentinn. Þetta var fámennt en góðmennt og gaman að hitta liðið aftur. Ég er barasta fegin að ég dreif mig.

Sunnudagurinn var svo tekinn snemma. Við fórum í Grundarfjörðinn í fermingarveislu hjá honum Njáli frænda mínum. Mér finnst afskaplega skrýtið að drengurinn sé kominn í fullorðinna manna tölu. Ég passaði hann alltaf þegar hann var púki. Það er alveg merkilegt hvað hann hefur elst og ég er alltaf jafn ung *hóst*. Þetta var fín veisla, við sátum bara úti á palli í geðveiku veðri. Það var gaman að hitta margt af liðinu, hitti Gunnar afabróðir og Immu og Jónu Kjartans. Hef ekki séð neitt af þeim í mörg ár. Mér finnst alltaf jafn skrýtið að hitta Gunnar, hann er bara alveg eins og afi. Talar alveg eins.

Þegar ég kom í bæinn var náttla brunað á djammið. Ása og Ingi komu í heimsókn fljótlega eftir að ég kom heim (og var búin að spóla í gegnum formúluna, won´t go there!) Það var stuð á okkur þremur og eldhúsið bókstaflega í rúst þegar ég vaknaði. Það voru samt allir öfga settlegir og engir skandalar gerðir.

Í dag er ég bara búin að vera að taka til og þvo. Ætla að reyna að þrífa og gera eitthvað af viti. Later.

28 maí 2004

Jæja, þá er loksins komin inn önnur einkun. Fékk 7,5 í mál og hugtök (íslenska). Ég er bara mjög sátt með það, stefndi á að fá 7 í lokaeinkun og takmarkinu er því náð :)

27 maí 2004

Ég var að lesa pistil á vikara.is eftir Pálma Gests þar sem hann gerir að umræðuefni hvort að Bolungarvík sé skrifuð með eða án r-s. Rökin sem hann færir eru að nafnið af víkinni sé dregið af bolungum sem lágu hér í fjörunni þegar landnámsmenn bar að. Flestir eru sammála um að í nafninu sé verið að vísa til bolunga í fleirtölu og þess vegna vill Pálmi meina að ekkert r eigi að vera í Bolungarvík. En hann gleymir einu. Ef við fallbeygjum orðið bolungur í fleirtölu þá segjum við:

Hér eru (margir) bolungar
um (margra) bolunga
frá (mörgum) bolungum
til (margra) bolunga

R eða ekki r ræðst því ekki á tölu orðsins heldur á falli þess í fleirtölu. Þeir sem skrifa Bolungarvík með r eru með því að vísa til nefnifalls í fleirtölu en þeir sem skrifa það r-laust vísa þá til eignarfalls fleirtölu.

Bolungarvík er þar með samsett orð (bolunga(r)-vík). Ef við skoðum önnur samsett orð, t.d. bílasala, matvöru-búð, fiska-búr þá er augljóst að fyrri hluti orðsins er ávallt í eignarfalli. Það færir rök fyrir því að r-lausi rithátturinn sé réttur.

Ég skrifa alltaf Bolungarvík, efast einhvern vegin um að ég breyti því, maður er fastur í sínum venjum. Ég þekki ekki nógu vel rökin fyrir þeim rithætti en það væri gaman að fá upplýsingar um hann ef einhver þekkir þau rök.

26 maí 2004

Aldrei má maður ekki neitt....

Mamma var í frænkuboði hjá Svennu ömmusystur í gær og var ekki par hrifin af henni dóttur sinni. Frænkurnar mínar lesa víst bloggið og mamma var að fá fréttir af mér í boðinu. Hún var víst ekki sátt við það en henni er barasta nær að lesa ekki bloggið mitt! Aldrei má maður ekki neitt segi ég bara - ég er ekki einu sinni með krassandi blogg!!

Ég veit ekki hvort þetta sé kennarasyndrome sem ég er komin með en undanfarnar vikur og mánuði hef ég mikið verið að velta fyrir mér stafsetningunni á orðinu ,,ítarlegur". Ég hef alltaf skrifað það með einföldu í en hef verið að rekast á það víða skrifað ýtarlegur, meira að segja í kennslubókum sem ég hef verið að lesa í vetur (nb. skrifuðum af kennurum mínum í KHÍ). Þetta pirraði mig mikið svo ég ákvað að spurja íslenskukennarann minn, Ragnar Inga Aðalsteinsson, að því hvernig þetta orð væri skrifað og hvort það giltu einhverjar sérstakar reglur um það. Eins og um orðið skrýtið sem má skrifa bæði með einföldu og y-i.

Það er skemmst frá því að segja að Ragnar Ingi sagði mér það að samkvæmt orðabókum væri þetta orð skrifað með einföldu í eða ítarlegur. Ég vil því koma því á framfæri því það er alveg skelfilega ljótt að sjá þetta orð skrifað með y-i....

24 maí 2004

Minnz er alveg öfga latur núna. Ég veit ekki hvort það sé þreyta eftir helgina eða hvað. Ég var bara róleg heima á föstudagskvöldið - alltaf sami engillinn ;) Á laugardaginn var ég að vinna og um kvöldið var smá partý heima. Ég held að við stelpurnar höfum endanlega gengið fram af honum bróður mínum í djammsögunum :p En það var stuð á okkur að sjálfsögðu. Í gær var formúlan. Ég horfði þangað til að Raikkonen datt út, þá heillaði Árni og rúmið meira. Ég missti því af því að sjá Schumacher detta út, djö... Hefði sko alveg viljað sjá það og helst henda Árna fram úr til að núa honum því um nasir :p Það var samt letidagur dauðans í gær. Við skötuhjúin sváfum allan daginn - grínlaust. Og samt var lítið mál fyrir mig að vera sofnuð aftur fyrir miðnætti og sofa á mínu græna í alla nótt. Það hlýtur eiginlega að vera einhver uppsöfnuð þreyta í gangi hjá okkur - þetta er ekki normalt.

Annars er maður lítið búinn að fylgjast með fréttum undanfarna daga. Það er víst búið að samþykkja fjölmiðlafrumvarpið. Það kemur svo sem ekki á óvart miðað við þá pólitík sem hefur verið stunduð á þinginu undanfarið. Nú verður Rólóragnar (eins og Kiddi segir) að láta til sín taka. Maður bara treystir á það!

En jæja, ég ætla að koma mér út í góða veðrið. Later

21 maí 2004

Minnz átti bara frí úr vinnunni í gær. Ég flatmagaði bara upp í rúmi fram yfir hádegi. Fór þá og sótti hann Kristinn Breka. Við kíktum á sportbílasýninguna í Höllinni. Það var svaka gaman hjá okkur alveg þangað til Lamborghini bíllinn var þaninn fyrir sjónvarpsmyndavélarnar. Púkinn er með lítið hjarta í svona málum og rauk út á nóinu og fékkst ekki til að fara inn í salinn aftur. Ég held hann hafi samt verið sáttur með sýninguna og hann var alveg á því að ,,Schumacher bíllinn" (Ferrari Enzo) hafi verið lang flottastur þrátt fyrir vinsamlegar ábendingar frænku hans um að Benzarnir hafi nú líka verið flottir...

Kiddi vildi svo endilega fá að fara heim til Erlu frænku þar sem við horfðum á Stubbana, fórum í bíló, lituðum og pússluðum. Að sjálfsögðu vorum við flottustu sportbílarnir og keyrðum hratt í bíló :P

Þegar ég var búin að skila púkanum vissi ég ekki alveg hvað ég átti af mér að gera - enda ekki vön að eiga svona frídaga. Ég og Agnes ákváðum að drífa okkur upp í Smáralind. Við fengum okkur að borða þar og fórum svo í bíó á Taxi 3. Algjör snilld eins og hinar Taxi myndirnar. Mæli alveg með henni. Þessar myndir eru eitthvað sem er möst að eiga upp í hillu.

Jæja, ætla að halda á með að vinna. Later

18 maí 2004

Jæja, þá eru prófin loksins, loksins búin. Ég eyddi gærdeginum í Kringlunni og Smáralind og eyddi smá af orlofspeningnum mínum. Keypti mér ma. framsóknargrænan jakka í Vero Moda. Spurning hvort að pabbi verði sáttur með það :p Ég fór svo með Ásu og Önnu Þóru út að borða á Galileó. Fengum voða gott að borða. Bekkurinn minn var svo á djamminu í bústað upp í Skorradal og við enduðum kvöldið á að kíkja þangað í heimsókn. Það var gaman að sjá ,,gömlu kellurnar" á eyrunum :P Við ungu stúlkurnar vorum hinar prúðustu og fórum fyrstar heim.

Núna er maður byrjaður að vinna og er svona að skríða saman. Það er búið að vera algjört spennufall og minnz er voðalega þreyttur eitthvað. En fyrir þá sem eru að kvarta undan bloggleti hjá mér þá bæti ég úr því von bráðar.

16 maí 2004

Seinasta prófið á morgun. Wish me luck!

14 maí 2004

Þetta er ekki skemmtilegur dagur. Vinir mínir eru farnir að tínast út af MSN, hétu þar margir fáránlegum nöfnum eins og ÉG ER BÚIN Í PRÓFUNUM!! Á bloggunum sem ég skoða oft stendur eitthvað svipað. Allir farnir að undirbúa massa helgi þar sem gott Eurovision partý verður undirstaðan.

En hvað skildi Perlan vera gera á föstudagseftirmiðdegi? Nú að læra undir próf! Og verður það eitthvað frameftir kvöldi. Það er víst líka planið fyrir helgina þó svo ég sleppi ekki Eurovision fyrir einhverjar skólabækur! Ég veit ekki hvort að þeir sem búa til próftöfluna í Kennó hafi viljað koma í veg fyrir kennaranemafyllerí þessa helgina með því að láta okkur klára á mánudegi en það mega þeir vita að ég er ekki sátt við þetta!!

Þið hin verðið bara að djamma fyrir mig á helginni - eins gott að þið gerið það almennilega ;)

Ég hvet þá sem eru á móti fjölmiðlafrumvarpinu í sinni núverandi mynd að skrifa undir áskorun til Forseta Íslands um að skrifa ekki undir lögn.

11 maí 2004

Nokkuð góð grein á Deiglunni um áróður fjölmiðla. Aðallega er verið að benda á hversu erfitt getur verið að henda reiður á áróðri gagnvart stjórnmálamönnum í fjölmiðlum og er grein Moggans um Ólaf Ragnar tekin sem dæmi. Fólk verður nefnilegast að muna að Mogginn lýgur kannski ekki en hann hagræðir sannleikanum - rétt eins og aðrir fjölmiðlar gera. Góð blaðamennska eða slæm.. Það er sjálfsagt hægt að deila mikið um það en þetta er góð áróðursgerð engu að síður.

10 maí 2004

Ég er snillingur!!!!

Ég fékk 8 í stærðfræðinni :D

09 maí 2004

Mig langar út í góða veðrið!!!!! Er ekkert að nenna að fara að lesa íslensku :( Ég verð að viðurkenna að púkinn kemur upp í manni og ég er mikið að spá í að plata einhvern í sund :p Prófin reddast alveg, erþaggi?

Hvernig væri svo gott fólk að fara að skrifa í gestabókina...... ;)

08 maí 2004

Jæja, þá er það tilkynningaskyldan. Ég er bara búin með eitt próf, munnlega prófið í stærðfræði. Það gekk alveg ágætlega skilst mér en ég bíð bara eftir einkuninni. Hún kemur víst eftir helgi. I´ll just keep my fingers crossed! Annars hefur dagskráin gengið út á að vinna á morgnana, læra eftir hádegi og reyna að skjótast í göngutúr á kvöldin. Það verður smá törn næstu 9 daga því ég fer í síðustu þrjú prófin á innan við viku - en það hlýtur að reddast eins og annað.

06 maí 2004

Ég hvet alla til að mæta á mótmælafund Starfsmannafélags Norðurljósa á Austurvelli kl. 5 í dag. Ég held að flestir geti sammælst um að fjölmiðlafrumvarpið er ekki réttlátt - þrátt fyrir að menn séu ekki endilega ósammála því að setja beri lög á fjölmiðla. Þarna er hins vegar gengið of langt. Lágmarkskrafa mín til þingsins er að frumvarpið taki breytingum í lýðræðislega átt í meðförum þess. Annars að það verði fellt og málefnalegra frumvarp lagt fram.

05 maí 2004

Rakel litla systir á afmæli í dag. Er 19 ára hnátan. Ég óska henni bara innilega til hamingju með daginn. Hafðu það gott skvís ;)

Er loksins búin í munnlega prófinu. Kennarinn og prófdómarinn sögðu að mér hefði bara gengið ágætlega. Ég dró frekar erfitt efni, þe. almenn brot. Gekk ágætlega að útskýra það svo sem en þegar kom að dæmum með líkönum og að búa þau til var mín tóm.. Svo dró ég líka sögu stærðfræðinnar - sem betur fer. Kunni hana upp á 10.

En ég ætla bara að taka mér frí frá skólanum eftir hádegi. Fór á fætur kl. 5 í morgun til að skutla Malaviförunum í flug og fór svo beint að læra fram að prófinu. Fer svo aftur í prófgírinn á morgun.

03 maí 2004

Pleh, er algjörlega að mygla yfir þessu blessaða stærðfræðilesefni. Það verður þvílíka hamingjan þegar þetta próf verður búið - og ennþá meiri hamingja ef ég næ því og þarf aldrei, aldrei, aldrei aftur að læra stærðfræði! Annars eiga allir að hugsa hlýlega til mín kl. 10:50 á miðvikudagsmorguninn - þá verð ég að pínast í munnlega stærðfræðiprófinu....

02 maí 2004

Það er kannski ágætt að taka það fram að skot mín á heit trúaða sjálfstæðismenn beinast að þeim en ekki öðrum sjálfstæðismönnum. Sem betur fer horfa margir sjálfstæðismenn á Davíð sem breyska manneskju - eins og hann er - í stað guðs í íslenskum stjórnmálum. Kannski er það meirihluti sjálfstæðismanna, ég vona það allavegana!

Og þá eru það framsóknarmenn. Málefnalega séð gæti ég talist framsóknarmanneskja en ég er ekki flokksbundin og mun ekki verða það á næstunni. Framsóknarflokkurinn er nefnilegast að vinna að því hægt og sígandi að stroka sig út hjá íslensku þjóðinni. Halldór er löngu hættur öllu málefnastarfi og vinnur núna ötullega að því að þóknast Davíð til að gulltryggja það að hann verði forsætisráðherra í haust. Mér hefur alltaf fundist Halldór hafa frekar trausta ásjónu stjórnmálamanns - þrátt fyrir að hann sé afar þumbaralegur greyið - en ég verð að viðurkenna að ég ber nákvæmlega ekki neitt traust til Halldórs eða framsóknarflokksins yfir höfuð í dag. Ég virði það við karl föður minn að hafa einn stjórnarþingmanna andmælt fjölmiðlafrumvarpinu opinberlega. Við feðgin erum ekki alltaf sammála í pólitík en hann stendur oftast á sínu sem er alltaf virðingarvert.

Ákall mitt til stjórnarþingmanna í gær var jafn mikið ákall - og jafnvel meira - til þingmanna framsóknar eins og þingmanna sjálfstæðisflokksins. Þeir eru nefnilegast verri en íhaldið oft á tíðum í að þóknast duttlungum Davíðs. Ég skal fyrirgefa sjálfstæðismönnunum og skilja þá, þetta er nú einu sinni formaðurinn þeirra. En hver er afsökun framsóknarmanna að ílengjast svona sem stuðningsmenn Davíðs???? Valdagræðgi er það fyrsta sem kemur upp í hug margra. Ég skil það upp að vissu marki en finnst það ákveðin skammsýni. Eftir að samfylkingin varð að stórum stjórnmálaflokki breyttust möguleikar til stjórnarmyndunar hér á landi. Vinstri grænir verða aldrei stórt afl held ég en framsókn og samfylking gætu myndað góða stjórn að mínu mati.

Staðan í samfélaginu er orðin þannig að fólk vill fella ríkisstjórnina og þeir sem kusu hana áfram í síðustu kosningum sjá margir hverjir eftir því. Fall stjórnarinnar yrði þó bara fall sjálfstæðisflokksins, framsókn hefur þá sérstöku stöðu að geta lent í oddaaðstöðu að loknum kosningum. En það er spurning hvað verður ef þeir gæta ekki að sér. Ef þeir fara ekki að standa á sínu og hætta að hlaupa eftir duttlungum Davíðs. Það er spurning hvort þeir myndu þurrkast út eins og Kvennalistinn gerði hérna um árið.

Þetta eru svo sem bara mínar pælingar og var ekki ætlunin að fá neina niðurstöðu í þær núna. En ég held að framsóknarmenn verði að gæta að sér og sínum. Með áframhaldandi undirlægjuhætti verða þeir kannski í stjórn þetta kjörtímabil en hvað svo? Er framtíðarsýnin svona stutt í íslenskum stjórnmálum? Er allt farið að snúast um völd í stað hugsjóna? Eru íslenskir stjórnmálamenn farnir að búa í sínum eigin pólitíska heimi án nokkurrar tengingar við raunveruleikann? Er þetta það sem kjósendur vilja sjá????

01 maí 2004

Jæja, ég hef alveg verið að tapa mér í djúpu pælingunum í gær. Maður verður víst að gera það stundum. Ég sendi á vini mína á póstlistanum mínum skoplega útgáfu af fjölmiðlafrumvarpinu í gær eða fyrradag. Það þarf víst ekki að útskýra að þar var verið að skjóta á Davíð. Það kom mér lítið á óvart að fá svar frá honum Bigga vini mínum þar sem hann sagðist vera fylgjandi frumvarpinu. Að pabbi hefði brugðist eins við og Davíð ef persóna hans hefði verið persónugerð fyrir allt hið illa í samfélaginu í fjölmiðlum.

Fyrir heit trúaða sjálfstæðismenn er þetta ekkert óeðlilegt viðhorf. Mér finnst bara sorglegt þegar fólk dettur í þá gryfju að gjörsamlega trúa á eina manneskju. Það stendur engin manneskja undir slíku. Davíð er góður og snjall stjórnmálamaður en vei þeim sem er á móti honum því hann mun gera allt sem í hans valdi stendur til að gera þeirri manneskju lífið leitt. Og það er ekki lítið vald sem maðurinn hefur. Hann hefur misst sig nokkrum sinnum undanfarið á eiginlega óverjandi hátt. Það er hálf sorglegt að horfa upp á heit trúaða liðið hans virkilega reyna að verja hann í algjörlega óverjandi aðstæðum.

Davíð hefur nefnilegast séð um það sjálfur undanfarin ár að sverta persónu sína í fjölmiðlum. Framkoma hans er oft á tíðum svo hrokafull og yfirgengileg að hún dæmir sig algjörlega sjálf. Mér finnst það hálf sorglegt og ég held að í framtíðinni eigi hann ekki eftir að fá góða dóma í sögunni. Hann er búinn að vera við völd of lengi og búinn að missa sig of oft til þess. Hann hefði í raun átt að draga sig í hlé í þar síðustu kosningum - þá var stjarnan hans ennþá það skær að hans hefði verið minnst sem góðs leiðtoga sem stóð sig bara nokkuð vel - þó svo að ég segi frá.

Stjórnunarstíll hans í dag minnir mig of mikið á stíl Berlusconis á Ítalíu - manns sem stjórnar ítölsku samfélagi eins og strengjabrúðum algjörlega eftir eigin höfði. Hann er líka farinn að minna mig á góðvin sinn Bush - þó svo hann megi eiga að hann er klárari en forseti Bandaríkjanna. Ekki að það þurfi mikið til en.. Við erum að sjá nákvæmlega það sama gerast í íslensku samfélagi í dag og á Ítalíu og jafnvel Bandaríkjunum. Orð Davíðs eru lög. Það verður spennandi að sjá hvenær sjálfstæðismenn taka eftir bjálkanum í sínu eigin auga - eða auga Davíðs öllu heldur. Þá virðist nefnilegast skorta sjálfstæðan vilja og sjálfstæða hugsun.

Ég auglýsi hér með eftir sjálfstæðri hugsun stjórnarþingmanna og vona að þeir sýni Davíð að maður getur keypt ölið á fleiri stöðum en hann er vanur að versla það og að þeir felli þetta blessaða frumvarp.

30 apríl 2004

Eg hef stundum verid ad paela i tvi hvad tad er skrytid med suma hluti, teir pirra mann ofga mikid en samt vaeri tilveran einhvern vegin fataeklegri an teirra. Eins og til daemis alltaf tegar eg fer a klosettid heima hja mommu er tad fyrsta sem eg geri ad skrufa almennilega fyrir kranann i badkarinu. Tad dropar ALLTAF ur honum tegar eg kem tangad. Lika ad turfa ad byrja a tvi ad loka ollum skapum i eldhusinu tegar eg kem heim og Agnes hefur verid ad stussast i eldhusinu. Reyndar gera baedi mamma og amma tad lika - skaphurdirnar her opnast to allavegana ekki ut svo tad slasar sig enginn a teim ef taer eru skildar eftir opnar, eins og hefur gerst heima hja mommu... Tad er lika ofga pirrandi tegar Ferrari vinnur allar keppnir i formulunni, tad rignir i Reykjavik, madur lendir fyrir aftan gamlan kall med hatt i umferdinni eda tegar vinir manns kvabba i manni um hluti sem madur nennir ekki ad hlusta a en finnst ad madur verdi ad hlusta a.

Tad eru samt nakvaemlega allir pirrandi hlutirnir sem gefa lifinu gildi. Hver sigur McLaren verdur eftirminnilegri, solardagarnir verda skemmtilegri og tad er ekkert eins gaman og ad geta keyrt beint af augum a fullu spytti, med graejurnar i botni. Madur kann lika betur ad meta tad vid vini sina tegar madur kvabbar sjalfur um hluti sem teir nenna ekki ad hlusta a - og teir hlusta samt.

Madur hefur tad nefnilegast fjandi gott to svo ad madur gleymi tvi stundum. I vetur for eg med mentorbarnid mitt i bio. Tar var strakur, 10 ara, einn i bio. Eg baud honum ad setjast hja okkur. Vid forum ad spjalla og hann sagdi mer ad hann byggi hja ommu sinni og afa en vaeri ad austan. Mamma hans var i medferd og hann turfti ad koma i baeinn og vera hja ommu sinni og afa a medan. Amma hans kenndi honum heima og hann atti enga vini herna i baenum.

Eg fann til med tessum litla strak en hugsadi um leid hvad eg hefdi tad i raun rosalega gott. Midad vid erfidleika margra hefur madur ekki yfir neinu ad kvarta. Vandamal manns eru ekki vandamal, adeins verkefni sem madur tarf ad leysa. Tad er stundum mikil askorun folgin i verkefninu en madur stendur sterkari a eftir.

Eg veit ekki af hverju eg er ad rofla um tetta en eg aetla ad enda tetta a ljodi eftir Gudmund Inga Kristjansson skald ur Onundarfirdi sem mer hefur alltaf fundist svo flott:

Tu att ad vernda og verja,
tott virdist tad ekki faert,
allt, sem er hug tinum heilagt
og hjarta tinu kaert.

Vonlaust getur tad verid,
tott vorn tin se djorf og traust.
En afrek i osigrum lifsins
er aldrei tilgangslaust.

Loksins, loksins er ég komin í upplestrarfrí!! Fyrsta prófið er munnlegt próf í stærðfræði (wish me luck!!) á miðvikudaginn. Svo fer ég í próf 11., 14. og 17. maí. Ekkert Eurovisionpartý á þessum bænum :(

Ég er búin að vera öfga dugleg í hreyfingunni þessa vikuna, búin að fara tvisvar að synda og tvisvar í göngutúr. Algjör dugnaðarforkur! Ég var svo að klára mentorritgerð og undirbúa fyrirlestur sem ég flutti um lesblindu ásamt hópnum mínum í dag. Það gekk bara ágætlega held ég - ég er aðallega bara fegin að vera búin!!

Annars er bara lítið að frétta af þessum bænum og er það ástæðan fyrir bloggleysi sem var verið að kvarta yfir!

25 apríl 2004

Loksins, loksins kláraði Raikkonen keppni :D

Það þarf orðið lítið til að gleðja mann í formúlunni.. Sorglegt en satt. Annars frábið ég mér öll komment frá Ferrari vinum mínum, Árni er alveg búinn með böggkvótann fyrir næstu vikur. Hann er meira að segja búinn að hóta að setja Ferrari límmiða í afturrúðuna hjá mér af því að bíllinn minn sé soddan Ferrari fákur. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað gleðin hjá minni yrði mikil ef hann gerir alvöru úr þeim orðum..... :-/

24 apríl 2004

Ég hitti Írisi Björk í vikunni og við fórum að ræða reunion mál bekkjarins okkar gamla - eða meira hvað lítið hefur orðið úr þeim! Íris kom með þá frábæru hugmynd að hóa liðinu í partý hérna fyrir sunnan eftir próf og fá jafnvel lánaðar upptökur af gömlum árshátíðum í skólanum heima. Hvernig líst árgangi ´79 á þetta allt saman?? Komment óskast og endilega komið þessari hugmynd áfram til þeirra í bekknum sem ekki eru bloggarar ;)

Þegar minnz kom heim á fimmtudagskvöldið lá Agnes undir teppi, of hrædd við RISA STÓRU býflugurnar sem höfðu fundið sér leið inn í íbúðina okkar, til að þora að vera á ferli um íbúðina. Ég mundi eftir flugnaeitri sem ég átti inn í skáp - ómissandi á hverju heimili - og þegar við höfðum náð að loka öllum gluggum lágu 10 stykki af risavöxnum flugum í valnum. Það þarf ekki að taka fram að allir gluggar hafa verið lokaðir síðan þar sem lítill áhugi er fyrir því að fá þessa gesti aftur.

22 apríl 2004

Gleðilegt sumar :D

21 apríl 2004

Haldiði ekki að ég hafi getað hneppt leðurbuxunum mínum að mér í gær!! Ég fékk þær í afmælisgjöf þegar ég varð 22ja minnir mig en þær urðu of litlar nokkrum mánuðum síðar.. Það hafa verið gerðar nokkrar tilraunir til að komast í þær síðan með afar misjöfnum árangri svo ekki sé nú meira sagt. Seinast þegar ég mátaði þær þá kom ég þeim alveg upp en það var ekki sjens að hneppa. Þetta er því allt á réttri leið hjá mér - ég verð orðin leðurgella eftir próf!! Watch out guys ;)

20 apríl 2004

Svona til að leiðrétta allan misskilning þá hef ég nú lítinn áhuga á að vita hverjir gömlu nemendurnir mínir eru að kyssa eða slá sér upp með - ekki nema bara sem getur talist eðlilegur áhugi kennara fyrir nemendum sínum. Mér fannst meira sjokkerandi að heyra að börnin mín (já já krakkar mínir, þið eruð það) hefðu verið á ballinu. Stelpurnar í bekknum mínum vita það að mér fannst þær full rólegar í höstlinu í fyrra ;) Þær höstla þá sem þær vilja og öðrum kemur það bara ekkert við. Svona innan skynsamlegra marka allavegana...

Dagný systir á afmæli í dag. Til hamingju með daginn og hafðu það öfga gott í dag :)

18 apríl 2004

Jæja, er alveg búin að gefast upp á því að læra og ætla að fara að koma mér heim. Er alveg orðin hundleið á þessari blessuðu Innansveitarkróniku eftir Laxness. Ætla samt að spýta í lófana á morgun og sjá hvort við Ása getum ekki klárað þetta blessaða verkefni.

Annars hefur helgin verið frekar róleg þrátt fyrir að ég hafi kíkt á smá djamm í gær. Ég fór með Hrafnhildi beib og Geira Bjórkolli á smá rölt. Enginn Sólon í þetta skipti heldur Gaukurinn! Já það er svona að djamma með hreinræktuðum dreifara ;) Í dag tók svo alvara lífsins við. Læra smæra færa kæra.. 28 dagar í síðasta prófið..

Annars skilst mér að Margrét hafi verið valin Ungfrú Vestfirðir í gær. Það kom nú ekkert á óvart held ég. Til lukku með það segi ég bara!

17 apríl 2004

Var að blaða í gegnum DV áðan. Geri það nú venjulega ekki, en maður kíkir stundum ef það liggur fram á kaffistofu. Á baksíðu blaðsins í vikunni er verið að tala við konu sem lét spákonu plata sig upp úr skónum. Hún keypti af henni tvær spákúlur á 15 þúsund kall stykkið og sá síðan heilu staflana af þeim í Ikea á 490 kr stykkið... Önnur kúlan átti að tákna peninga og hin ást. Konan átti að setja þær í saltvatn að kvöldi og þá átti allt að flæða í peningum og ást daginn eftir. Ef að fólk trúir svona vitleysu þá er það illa statt og það liggur við að maður segi að það eigi skilið að láta plata sig svona fyrir heimskuna..

16 apríl 2004

Ji, ég var að læra að setja inn mynd!! Alveg öfga dugleg!! Er í tölvukennslu hjá Eygló bekkjarsystur svo nú fer þetta blogg loksins að verða flott!!!

15 apríl 2004

14 apríl 2004

Slúður óskast!!

Hvað gerðist eiginlega á þessu blessaða Írafársballi???

13 apríl 2004

Ég held að það sé bara ár og öld síðan ég hef átt svona rólega páska. Ég var að vinna á skírdag og föstudaginn langa. Kíkti út á djammið með liðinu á föstudagskvöldið. Það var ágætt þrátt fyrir að maður hafi hitt suma alveg út úr heiminum. Það var góð áminning um hversu fáránlegt það er í raun og veru að fikta við dóp og svoleiðis vitleysu. Anyways, laugardagurinn var massa rólegur, ég fór í bíó með Rögga bró. Hann er voða mikið að passa stóru systur sína núna, bara gaman að því :p Við fórum reyndar á netta hryllingsmynd að mínu mati - Dawn of the Dead. Minnz var frekar skelkaður þegar ég kom heim og var lengi að ná sér niður.. Á páskadag lá ég barasta í rúminu og las allt um fjölgreindir og skólastofuna. Hálf leiðinleg bók, er alveg búin að fá nóg af öllu þvaðri um þessa blessuðu kenningu. Um kvöldið var svo matur hjá múttu og síðan kíktum við vinkonurnar í bíó á 50 First Dates. Það var fín afþreying bara og við hlógum mikið. Í gær vaknaði minnz svo með kvef dauðans. Er stífluð lengst upp í heila held ég bara og frekar slöpp. Reyndi samt að læra eitthvað aðeins í gær og er nú komin í vinnu núna. En maður gerir ekki mikið meira.

Annars skilst mér að páskarnir heima hafi verið snilld að venju. Ég verð bara að stefna á að fara heim um Sjómannadaginn í staðinn!

07 apríl 2004

Jæja, þá er maður loksins, loksins komin í páskafrí frá skólanum. Þetta verða reyndar skrýtnir páskar þar sem ég verð í borg óttans alla páskana að vinna og læra. Ég ætla nú samt að skoða páska næturlífið á föstudaginn, á nú samt ekki von á neinni mannmergð þá. Ég kíkti út með Birki frænda og Kennógellum á laugardagskvöldið. Það var stuð á okkur öllum og sumir gerðu meiri skandala en aðrir sem ekki verður farið út í hér. Á mánudag og þriðjudag var ég svo í mömmó með Arnar Pál á meðan Dagný var í skólanum. Það er ekki laust við að það sé farið að klingja í eggjunum hjá minni en skólinn skal nú kláraður áður en farið er út í svoleiðis pælingar! Í gærkvöldi var svo algjört dekur hjá mér, ég fór í langt nudd til Mæju og svo í pottana í Árbæjarlaug með Öggu. Við uppgötvuðum að sundlaugar borgarinnar eru aðal höstlstaðirnir á virkum kvöldum en pottarnir voru þéttsetnir af mis flottum kroppum.

Annars er allt við það sama á þessum bænum, vinna, skóli, vinna, skóli og svo er stundum sofið. Maður verður almennilega viðræðuhæfur eftir hádegi 17. maí þegar maður hefur lokið við seinasta prófið!

04 apríl 2004

Það var frábært að sjá Menntaskólann á Ísafirði standa sig svona vel í Söngkeppni framhaldsskólanna. Ég verð samt að viðurkenna að ég skil ekki alveg mat dómaranna á laginu sem vann. Mér fannst það langt í frá besta atriði keppninnar, þær voru bara furðulegar stelpugreyin í kjólum sem pössuðu ekki einu sinni á þær..

Maður andar bara djúpt yfir formúlunni þessar vikurnar :-/

02 apríl 2004

Ég held ég verði að vera sammála honum Jóni Atla um að Ísfirðingar séu ekki þeir klárustu.. Líka fyndið hjá bb að segja svo að lögreglan vilji ekki svara hvort að bílarnir hafi verið að aka yfir hámarkshraða. Ég einhvern vegin efast um að hægt sé að gera báða bílana óökufæra ef báðir voru á löglegum hraða (sem í þessu tilfelli var 35 km/klst...)

Minnz var að panta í dallinn fyrir þjóðhátíðina í ár. Fer til Eyja 29. júlí og kem til baka 3. ágúst. Það á eflaust eftir að verða öfga gaman - ég hlakka öfga mikið til!!!

30 mars 2004

Mér skilst að sumum sé farið að langa að vita hvað ég sé að bralla þannig að það er best að bæta úr bloggleysinu. Á mánudaginn í síðustu viku byrjaði æfingakennslan og það hefur því verið lítið um annað en vinnu og skóla hjá mér síðan þá. Helgin var meira að segja bara róleg. Var sofnuð kl. hálf 10 á föstudagskvöldið. Kíkti svo í vídeógláp til vinar míns á laugardagskvöldið. Á sunnudaginn fórum við Kiddi í Húsdýragarðinn. Ég kíkti svo til Öggu að fá lánuð föt og var bara að dúllast. Í dag á svo að skíra hann Fjólmund. Það eru víst allir farnir að vona að hann fái nú loksins almennilegt nafn greyið..

29 mars 2004

Hún mamma gamla á afmæli í dag. Til hamingju með daginn mamma mín! Hafðu það öfga gott í dag :)

27 mars 2004

Hægri hér! Sódóma er snilld ;)

24 mars 2004

Jæja, þá er maður búinn að vera æfingakennari í heila 2 daga - og maður lifir enn! Ekki það að ég byggist við því að lifa ekki þessar tvær vikur af, það er allt hægt fyrst ég meikaði heilan vetur fyrir vestan. En þetta er allt öðruvísi. Bæði er maður að kenna allt önnur fög og svo eru þetta yngri krakkar en ég er vön að kenna. Maður er búinn að vera ansi þreyttur eftir síðustu daga en maður harkar það af sér og fer og bókar í nokkra tíma og undirbýr svo kennslu næsta dags á kvöldin. Ég held ég verði að bíða með ræktina þangað til eftir æfingakennslu, það passar bara varla meira inn í stundaskrána hjá mér núna.

Annars er maður undirlagður af kennsluáætlunum og gerir lítið þessa dagana. Það fór samt ekki fram hjá mér bílslysið sem var í Ártúnsbrekkunni á mánudaginn. Ég var alveg orðlaus á öllu fólkinu sem var búið að safnast saman í kringum slysstaðinn til að sjá þegar var verið að klippa út úr bílnum. Hefur fólk alveg glatað virðingu fyrir fólkinu í kringum sig???

Fyrst ég er nú byrjuð að böggast verð ég að viðurkenna að mér finnst DV hafa farið alveg yfir strikið með að birta lögregluskýrslur í heild sinni. Vissulega á almenningur rétt á að vita ýmislegt en fólk sem ber vitni í svona málum á líka rétt á ákveðinni nafnleynd. Hagsmunir heildarinnar eru langt frá því að vera meiri en hagsmunir þeirra einstaklinga. Ég vona bara að það verði tekið almennilega á þessu máli og svona sorpblaðamennska nái ekki fótfestu á Íslandi.

Ég horfði á Árna Johnsen í Kastljósinu á mánudagskvöldið. Hann komst bara ágætlega frá þessu kallinn. Mér finnst frábært að sjá hann vekja athygli á því í hve slæmu fari fangelsismál Íslendinga eru. Ég hef aldrei getað skilið hver hagnaður samfélagsins er af því að reka fangelsi sem eru hreinar og klárar krimmaframleiðslur. Í þættinum kom fram að Árni lumaði á trompi sem hann ætlaði að spila út síðar. Hvað svo sem það er þá fagna ég öllu sem verður til þess að bæta stöðu þessa málaflokks. Þó fyrr hefði verið.